24.11.2007 | 11:44
Laugardagur 24. nóvember 2007
Elsku pabbi, til hamingju með 70 ára afmælið! Við skulum vona að þetta sé þinn rétti afmælisdagur, annars er ég degi of sein með hamingjuóskirnar.
Amma var víst hjátrúafull kona . Hún átti 8 börn. Til 18 ára aldurs átti pabbi afmæli 23. nóvember. Skírnavottorð sem hann komst yfir þá sagði hins vegar að drengur væri fæddur 24. nóvember. Hverju skal trúa veit ég ekki en m.a. af þeim sökum veit pabbi ekki fyrir víst hvort hann eigi í rauninni afmæli í dag. Eitthvað held ég að hjátrúin fylgi honum líka en honum fannst sjálfum 24 betri tala en 23, svo afmælisdagurinn færðist til. Hann er líka næst yngstur í systkinahópnum, og því efalaust erfitt að muna svona marga afmælisdaga. Kannski varð hann því 70 ára í gær en úr því fáum við víst aldrei skorið því fyrir 70 árum var ekkert pappírsflóð og ferli við fæðingu barns. Ein skýrla er þó til er varðaði heimili pabba, sem mér finnst alltaf jafn hlægileg og það er skattaskýrslan (já skatturinn klikkar aldrei). Í þeim plöggum var amma mín einmitt talin upp með húsdýrunum, á skattaskýrslu afa míns. Hann var þó engin karlremba, ofsalega góður og klár maður. Þetta einfaldlega tíðkaðist. Amma stóð upp við ofninn, fæddi börn og hélt svo áfram að vinna. Langamma mín sat hins vegar reykti pípu og orti vísur enda skáldkona mikil.
Já, þá var nú ekkert Hreiður þar sem fæðandi konur gátu átt rólega stund ásamt nánum ástvini og notið þess að dást að nýfæddu barni sínu. Ég held að nútíma íslenska konan myndi hvorki láta bjóða sér ofn né að teljast upp ásamt húsdýrunum.
En að öðru
Tónleikarnir gengu ótrúlega vel, mikil stemmning og alveg super trúper gaman. Ég barasta held að endurtekning verði gerði á þessum leik, fyrr en seinna. Gaman að sjá svona mikið af skemmtilegu fólki, nú og fólki sem ég þekki ekki neitt, en býst fastlega við að sé ansi kátt, að nenna út í bæ á fimmtudagskvöldi. Við notuðum tækifærið og drukkum doldið af veigum og sátum sem fastast og höfðum gaman eilítið fram á nóttina Allir hressir samt!
En .
Nú þarf ég að undirbúa kaffiboð fyrir hann pabba minn, svo ég þarf að haska mér í smá tiltekt og undirbúning. Þú getur þó nóterað í dagbókina, litla sæta jóla jazz tónleika 9 desember á stað sem heitir 7-9-13 en ég ætla ekki að segja þér hvar hann er, allavegana ekki fyrr en ég hefi komist að því sjálf! Kallið mig því bara álf, frekar en kálf, okey, ég veit, 'er, eitthvað hálf, svona skrítin!
Knús í mús
Kveðja, Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hvað segir Íslendingabók um hann pabba þinn?
Fríða K (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:05
Hef nú ekki kannað það. Heimildir mínar eru eingöngu frá pabba. Hins vegar ætti þetta að vera skráð í kirkjubókum, hvernig sem maður kemst í þær. Kennitalan er 24.11 en hvort það sé byggt á skírnavottorðinu veit ég ekki. Hvort sem er, þá var afmælið 23.11, þar til hann varð 18 ára og eftir það 24.11. Mjög spes, þar sem maður hefur alltaf litið á fæðingardag sem mjög heilagan dag!
Góð pæling, þarf að tékka á þessu, kveðja Áslaug,
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 27.11.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.