9.11.2007 | 10:55
Á heimspekilegum nótum..
Ég er kona, mamma, eiginkona, dóttir, söngkona, systir, tónlistarmaður, kennari, frænka, vinkona, kunningi og örugglega ýmislegt fleira.
Sumum hlutverkum sinni ég vel og sumum illa. Stundum sinni ég samt þeim hlutverkum sem ég sinni illa, vel.
Ég er skemmtileg, leiðinleg, utan við mig, rosalega ör, vitlaus, klár, fyndin, húmorslaus, sæt, ljót óákveðin, frek, allt eftir því hvernig þú lítur á mig.
Hvernig fólk lítur á annað fólk fer eftir því í hvaða aðstæðum það kynnist því, en ef það hefur aldrei kynnst þér hvernig veit það þá hvernig þú ert og hvert þitt hlutverk er?
Hef ég bara eitt hlutverk? Krakkarnir í skólanum líta á mig sem kennarann (eðlilega), á gigginu þá er ég söngkonan (allavegana ef ég er að gigga), börnin mín líta á mig sem mömmu (sem betur fer). En er bannað að blanda hlutverkum saman?
Það sem hvetur mig í þessar vangaveltur eru orð konu sem ég hef aldrei séð, ég veit ekki hver hún er og ég veit heldur ekki hver hlutverk hennar eru.
Konan sat í röðinni fyrir aftan Matta áður en ákveðin skemmtun hófst um daginn og lét hún þau gáfulegu orð falla við sessunaut sinn; ..afhverju er hún í þessu, hún á víst langveikt barn! Hún ætti nú frekar að vera að syngja á styrktartónleikum fyrir langveik börn.
Ég fór nú bara að hlægja þegar Matti sagði mér þetta. Henni þótti sum sé ekki við hæfi að ég gæti átt mér líf utan þess að eiga hann Matthías minn. Mitt hlutverk væri að vera mamma hans (punktur). Ég mátti ekki blanda hlutverkunum svona saman (ekki það að það væri sannarlega heiður að syngja á styrktartónleikum hvers kyns).
- Krakkarnir í skólanum gætu líka sagt: Afhverju er hún í þessu, hún á að vera að kenna mér!
- Matti gæti sagt: Afhverju er hún í þessu, hún á að vera að elda mat fyrir mig!
- Vinkona mín gæti sagt: Afhverju er hún í þessu, hún á að vera á kaffihúsi með mér!
Tek það fram að ég varð ekki ogguponsu sár en hvernig þessi kona hafði frétt eða grafið upp þessar upplýsingar er hins vegar efni í annan pistil. Minni þó á að forvitnin drap köttinn!
En hver ert þú?
Knús Áslaug, ofurkona með margbreytilegan persónuleika
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að ég sé þetta all flest ja nema alls ekki söngkona og tónlistarmaður. Er samt rosalega góð í að hlusta á tónlist.
Fjóla Æ., 9.11.2007 kl. 20:52
Ekki hlusta á svona vitleysu....þú veist frasann sem við notum í bransanum...........fólk er fífl.......amk stundum
Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 01:23
Nákvæmlega
Matti sax, 10.11.2007 kl. 07:40
Ha,ha, Fjóla mín, það væri nú gaman samt að heyra þig syngja, hver veit nema þú búir yfir leyndum hæfileikum
Strákar mínir - sætir eruð þið! já, ég samþyki líklegast frasann í þessu tilfelli. En ég tók þessi orð nú ekki sérlega alvarlega, enda fáviska með endæmum!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 10.11.2007 kl. 07:53
jamm ef maður er í þessum bransa á annað borð þá verður maður að vera viðbúinn ýmsu...tala ekki um ef maður hefur verið í tv.......Ég hef td verið lögga á sumrin og þá fær maður nú stundum að heyra það frá drukknu fólki ...hvaða kjafta sögur hafa verið í gangi um mann he he he........og þær eru snilld...................
Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 11:45
Heyrðu, svona finnst mér alltaf svo skondið! Held þetta hafi eitthvað að gera með þröngsýni og "besserwisserhátt" hjá fólki sem leiðist ógurlega og finnur nautn í að reyna að gera líf sitt áhugaverðara í augum annarra með því að hafa margar og stórar skoðanir og setja út á og baktala náungann. Það er gott að þú getur hlegið að þessu. Margt fólk er víst fífl:)
Ragnheiður (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 22:42
Ég fór nú til sálfræðing til að læra að tækla fólk eins og þessa konu. Núna er allt tekið á kaldhæðninni og fólki finnst ég ekki fyndin þegar það er að gefa mér patentlausnirnar sínar. Reyndar áttar fólk sig oftast nær ef það hugsar aðeins um hvað það sagði eftir að hafa fengið viðbrögðin frá mér. Og allt endar vel
Fjóla Æ., 11.11.2007 kl. 23:07
Já, kaldhæðnin er GÓÐ og enn mikilvægara að hlægja doldið. Knús!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 12.11.2007 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.