mamman fékk áfall..

Ætlarðu að segja mömmu hvað þú gerðir í leikskólanum í dag, Matthías, segir Carolina yfir kvöldmatnum? “já, ég var að leika mér og …”  Nei, Matthías, hvað “GERÐIRÐU” í dag. 

“Ég beit einn strák í magann, það kom blóð og hann þurfti að fara á spítalann” segir Matthías mjög yfirvegað.  Já, mamman hvítnaði í framan.  Fékk svo þær upplýsingar að allt hefði verið í lagi með strákinn, sem var bitinn af syni mínum. 

(mamman) Afhverju beistu strákinn? – “Af því að hann var að rífa símann af mér”.

(mamman) Maður bítur EKKI þó einhver sé að rífa af manni, ætlarðu að lofa því að gera þetta aldrei aftur!?

Og Matthías svarar jafn yfirvegað og áður “konan sagði það líka” (s.s fóstran lét hann lofa því líka).

(mamman) Lofarðu því Matthías? – “ég lofa því”

 

Við skulum vona að Matthías standi við orð sín. Púff!, En eins og við segjum oft, þá líklegast meltir hann ekki, því hann nýtir orkuna í heilann, skilur allt sem við hann er sagt og kann að svara fyrir sig, þó lítill sé. 

Helga systir fékk hund “Aron” í fyrir fram stórafmælisgjöf, Helga og Matthías eiga hundinn saman.  Það fyrsta sem Sigurjóni (manninum hennar Helgu) datt í hug væri að Matthías væri að herma eftir hundinum.  Hjördís amma hringdi og sagði það sama.

– Nei!  Það dettur engum í hug að trúa svona hlutum upp á herra Matthías Davíð.  Þetta er örugglega hundinum að kenna Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Furðuleg tilviljun - þó svo handleggsbrot sé nú alls ekki gott!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 9.11.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband