1.11.2007 | 11:55
og úti er ævintýri..
Jæja elskurnar, takk fyrir fallegar og skemmtilegar athugasemdir. Þannig er að ég má bara ekkert tjá mig um keppnina sem stendur, en mun ábyggilega gera það síðar. Hins vegar get ég tjáð mig um það að úrslitin komu mér ekki á óvart. Það er doldið síðan að ég heyrði lagið fyrst og þá vissi ég strax að það myndi sigra þessa lotu, frábært lag og hann Davíð minn algjör snillingur og gæðablóð. Þetta var spes lífsreynsla og þakka ég bakröddunum Pétri og Ernu fyrir að vera algjörir englar að stappa stálinu í litla hjartað (við fáum köttinn bara í eitthvað annað) , Davíð fyrir að eyða símtali í að kjósa mitt lag og Jasmin fyrir nuddið. Annars getið þið hlustað á lagið, ef þið farið inn á Laugardagslögin (linkurinn á blogginu hér fyrir neðan), og það í betur sándandi útgáfu. Lesenda tölur síðunnar hafa rokið upp úr öllu valdi síðustu daga og fannst mér ég því knúin til að láta vita af mér; lifandi og hress!
Risaknús,
Kveðja Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er stórt og mikið lag(ég fíla þau svoleiðis).....er það ekki bara of hægt..........til lukku......ég hefði byrjað í aðeins lægr tónt......og haft það hraðar.......lagið er fínt og þú syngur það líka vel........eitthvað við útsetninguna að trufla mig.......og hraðinn......lag sem ég sendi komst nú ekki einu sinni svona alngt;)
Einar Bragi Bragason., 1.11.2007 kl. 20:43
Takk Einar Bragi, gaman að fá svona umsögn! Þetta er auðvitað alltaf matsatriði í hvaða átt er farið með lag. Ég prófaði að lækka það, en þá var eins og allt risið og powerið færi úr því. Hraðinn, ég veit það ekki? - Og svo var ég heldur ekki búin að kaupa mér kort af Serbíu og byrjuð að pakka
Kær kveðja, Áslaug
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 2.11.2007 kl. 10:14
Við sigrum að ári
Einar Bragi Bragason., 3.11.2007 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.