Það er komið logn!

Þó þú lítir út um gluggann og sért ekki fullkomlega sammála mér, þá er samt komið logn.

Stormur alla vikuna, Matthías litli með um 40 stiga hita frá því á laugardag, fram og til baka upp á Bráðamóttöku, blóðprufur, sami pakki og venjulega.  Blóðflögurnar fækka sér, crp hækkar og allt í steik.  En viti menn, Helga frænka hringir frá Portúgal og segir mömmunni að hún eigi að biðja um að tekin sé þvagprufa.  Hvað heldurðu að læknirinn á Bráða segi mömmunni í gær? Já, prinsinn er með þvagfærasýkingu.  Ég lít þó á þetta sem miklar framfarir að fá svona einu sinni smá vitneskju um hvað sé í gangi.  Þegar maður veit aldrei neitt, spáir og spekúlerar, þá verður maður æðislega kátur að fá einu sinni svar.  Ég held að öll familían sé jafn "kát" með “þvagfærasýkingu”.   Þetta leiðir okkur líka jafnvel pínulítið áfram í átt að “stóra leyndarmálinu” – hvað er að Matthíasi Davíð!  Td. er frekar óalgengt að strákar fái þvagfærasýkingu, sem segir að við verðum að skoða nýrun betur.  Nýrun eru einmitt það líffæri sem við höfum horft til td. varðandi aminósýrutap og önnur gildi s.s. creatin sem er alltaf of lágt.  Ýmsar upplýsingar komu frá London í apríl en enn bíð ég (og fleiri) eftir Matthíasardeginum mikla sem ég sagði þér frá einhversstaðar neðar á síðunni.  Í dag er Matthías hitalaus og fær sýklalyf í æð! – Allir kátir!

Hálfdán Helgi minn er alveg á útopnu sökum sýklalyfja  og sterapústs, skapið pínu erfitt og pirringur í kappanum.  Já, hann fékk nefnilega lungnabólgu.  En kúrinn að klárast og ég fæ vonandi “rólega” Hálfdán minn fljótlega aftur.

Hjördís Anna mín bara kát og hress.  Passar að bræðurnir taki lyfin sín og Hálfdán gleymi ekki pústinu, týni gleraugunum og svona.  Litla mamman í hópnum!  Það er voða erfitt að reyna að láta hana skilja að hún þurfi ekki að passa upp á prinsana tvo, það eru nefnilega aðrir í því hlutverki.  En litla mamman passar sína.

 Jæja þá er komið pínu info og bannað að fárast yfir skrifleti minni.  Annars fer að detta inn doldið skerí og spennandi verkefni, sem ég era ð dúllast í…….

Bara knús, knús og pínu snús með

Kveðja Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mesta furða að þið skulið halda sönsum og vera ekki fyrir löngu komin með lögheimili inn við sundin blá....   gangi þér annars vel á morgun tu tu.

Magga (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já, ástæðan fyrir því er einföld.. ég á nefnilega ofursystur - eins og þú veist!  Hef einmitt oft spáð í það, hvar ég væri án þeirra! ... Og svo fylgjast með... og geturðu ekki virkjað nokkra Akureyringa Kveðja, Áslaug

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 27.10.2007 kl. 08:42

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Mikið innilega vona ég að stóra leyndarmálið fari nú að upplýsast. Það er alltaf mjög gott þegar einhver skýring finnst hversu fáránleg sem hún er, allt betra en óvissan. Gangi þér vel að halda sönsum.

Fjóla Æ., 27.10.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband