11.10.2007 | 17:01
Ræj, ræj, ræj.. það var og
Oft eru það doldið furðuleg atvik sem koma ritstýrunni í gang. Í dag var ég stödd eins og svo oft í Bónus. Það er svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir það að fyrir aftan mig í röðinni er maður ásamt næstum því unglings syni sínum.. sem er reyndar heldur ekki frásögu færandi nema fyrir það að hann segir við soninn settu í poka fyrir mig!, eða, nei!, slepptu því, þú klúðrar því örugglega ??? Ég gat nú ekki annað en litið á manninn og strákurinn fer eitthvað að bisa við pokann og segir hálf skömmustulega ég get nú alveg sett í poka. Það er spurning hvort uppeldisaðferð mannsins sé annars vegar að ala barnið upp sem algjöran aumingja, sem á eftir að telja sér trú um í framtíðinni að hann geti ekkert, þar sem hann sé ekki einu sinni fær um að raða hlutum í poka. Kenning númer tvö, að pabbinn sé að beita öfugri sálfræði á næstum unglinginn, sem í þvermóðsku ákveður að setja í pokann, sem hann hefði annars ekki nennt, þrátt fyrir beiðni föðurins. Ég veit það ekki, en allavegana kveikti þessi maður ritþörfina aftur og þar hafiði það.
Ég held ég sé búin að byrja sirka þrisvar eða fjórum sinnum á pistli um brúðkaupið. Það gerðist svo margt skemmtilegt að ég held ég láti orðin you had to be there segja það sem segja þarf. Hins vegar var stundin mögnuð og tónlistin ótrúleg! Ég held ég verði að pota þakkarlista hér fljótlega, en það voru svo margir sem lögðu hönd á plóginn. Aldrei örlaði þó á hefðbundnu brúðkaupsstressi heldur gekk stressið út á getur Matthías litli tekið þátt og verður brúðkaup? Matthías lagðist inn á spítala á fimmtudeginum fyrir brúðkaupið. Á daginn sjálfan gekk lítill maður inn kirkjugólfið ásamt systkinum sínum með 326 í crp (sýkingafactor í blóði, á að vera 0-10 ef þú ert frískur) og blóðflögur 22 þúsund (eiga að vera 150 þús. og meira). Söng Karíus og Baktus í veislunni og missti ekki af neinu sem fram fór. Daginn eftir fékk hann hins vegar gefnar blóðflögur, þar sem hann var kominn niður í 15 þúsund. Ég held að engu öðru barni en Matthíasi Davíð hefði verið hleypt út af barnadeildinni með þessar tölur í blóðprufum, enda hafði hann tvær einkahjúkkur með sér ofursystur mínar!
Loksins pistill
Knúsi, knús
Kveðja Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með brúðkaupið og að guttinn skildi geta verið með ykkur á þessum degi. Það er greinilegt að þar fer vanur maður. Vona að hann sé orðinn góður og að það verði ekki nein eftirköst.
Var annars farin að sakna þín í bloggheimum.
Gangi ykkur vel.
Fjóla Æ., 11.10.2007 kl. 18:13
Bíð eftir að heyra lagið
Einar Bragi Bragason., 11.10.2007 kl. 19:02
Hæ Fjóla mín, búin að vera æðislega bissí! Mattsinn bara í ágætis gír þessa dagana. Knús
Einar Bragi - sorry, gleymdi víst einu sem heitir höfundaréttur! - ætla að tékka hvort t.skáldinu sé sama svo blogginu verði ekki lokað, vegna þessa. Get samt ekki séð að hann muni mótmæla hástöfum... og vonast til að henda þessu inn, í spilarann minn, en þú verður þó að bíða enn um sinn! Kveðja Áslaug
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 11.10.2007 kl. 19:13
Til hamingju með daginn og til hamingju með að vera að fara að taka þátt í júróvisjón. Getum við ekki farið og föndrað eitthvað samstarfsverkefni á milli skólanna okkar svo við náum að hittast einhvern tímann?
Þóra Marteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.