Kvef..

Bridezilla er lasin með hálsbólgu, hor og hósta!  Það verður nú aldeilis sjarmerandi að sitja upp við altarið með rautt jólasveinanef, taka smá hóstakast, snýta mér og segja “já, ég vil giftast honum”.  Enn eru þó nokkrir  dagar til stefnu og vonum að af mér rjátlist þessi leiðindi.

Nóg er að snúast, vonandi gleymist ekkert og sjáum hvað setur.  Allir boðnir og búnir að hjálpa, verst er þó að enginn getur mátað kjólinn fyrir mig.  Ég hefði hreinlega ekki trúað því að einn kjóll og allt sem honum fylgir  gæti verið svona mikið vesen.  Ég er td. búin að kaupa ferna skó og loksins held ég að skó-málið sé í höfn, enda ekki seinna vænna.

Annars lítið að frétta, dagarnir snúast að mestu um brúðkaup fyrir utan svona venjulega rútínu, borða, sofa, pissa o.s.frv.

Ekkert brúðkaups pródúseraði  ég þó í dag, enda með hósta og hor!

Góðar stundir

Kveðja, Bridezilla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hey, hvað er að frétta? Var brúðkaup? Sögðu allir já? Allir lifandi?

Ingvar Valgeirsson, 24.9.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já, allt tókst þetta á endanum.. er að hafa mig í að segja langa, stranga og merkilega sögu (en nú er ég auðvitað búin að kjafta frá endinum)!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 25.9.2007 kl. 07:20

3 identicon

Elsku besta vinkona. Enn og aftur til hamingju með daginn. Þú varst stórglæsileg. Þú hreinlega geislaðir. Athöfnin í kirkjunni yndisleg og veislan glæsileg. Það er ekki hægt að toppa þetta. Ég var eiginlega með móral mér fannst ég hefði átt að borga inn þvílík tónlistarveisla. Matta tókst sérlega vel upp. Njótið hveitibrauðsdagana sem eru á næstunni. Hver veit nema við sjáumst??? Risa knús á þig, manninn og auðvitað börnin.

p.s. það var svo GAMAN að hitta mömmu þína og pabba

Jóna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband