Ég er gæs...


Ég sat fyrir framan sjónvarpið og horfði á Lottu (Astrid Lindgren), þegar dyrabjallan hringir.  Kona segir við mig “Áslaug, drífðu þig út, við erum búin að vera að bíða eftir þér og þú ert orðin allt of sein”!  Ég hleyp niður og sé konu og mann, kannast við bæði andlitin en tengi ekki.  Matti réttir mér bakpoka “Góða skemmtun, ástin mín”.  Ég fæ auðvitað nett áfall, en fer með þeim.  Ég sest inn í þennan svaka sportbíl (Okey, er algjör nörd og hef ekki hugmynd um tegund, eitthvað svaka flott).  Í aftursætinu er mótórhjólahjálmur, ég fæ algjört lost.  Þau rugla í mér í átt að Reykjavík: “ ertu nokkuð mjög sjóveik?” og fleira í þeim dúr.  Ég er ýmislegt, en ekki spennufíkill á tæki og tól og myndi sjaldnast kalla mig HUGAÐA!  Maginn var alveg kominn í kerfi.  Ég fatta á leiðinni að bílstjórinn er gamall nemandi minn úr Smáraskóla og konan, vinkona Freyju og Löllu, sem á börn í Smáraskóla.  Á endanum förum við niður Laugarveginn og sé ég ekki, Freyju, Löllu, Telmu og Írisi, standa og bíða eftir mér. – Bjarna og Hröbbu, þakka ég æðislega vel fyrir skemmtunina í bílnum.

Við stelpurnar fórum á kaffihús og Nathalía bætist í hópinn. Eftir huggulega stund þar og ég búin að ná mér niður eftir spennuna, að ég ætti að fara á mótórhjól, bát eða annað, sem ég flokka sem glæfraskap þá segir Nathalía “Þú ert pottþétt ekki ólétt?” , Uh, nei, ekki ólétt, “nefnilega óléttar konur mega ekki fara í næsta dæmi og ég er ólétt”, segir hún.  Telma fer með mig á næsta stað.

Lazertag – ég, Telma og Freyja erum komnar á heimaslóðir mínar upp í Salahverfi.  Niðri í lazertaginu bíða Begga, Svana, Rakel og Ásdís.  Ég er látin klæða mig í þennan mega flotta sjálflýsandi búning.  Netaleggings, bleikt pils, gulur bolur , græn peysa og afró hárkolla, svaka smart.  Lazertag er ekki eitthvað sem mér hefði sjálfri dottið í hug að gera.  Sjö stelpur á flippinu að skjóta úr geislabyssum á hvor aðra.  Þvílíkt gaman!  Ég endaði í fjórða sætinu í bæði skiptin. Rakel og Ásdís unnu sitthvorn leikinn, enda með tæknina á hreinu.  Þær lágu í leyni, svaka pró!  Svönu fannst ég líta út fyrir að vera þyrst og gefur mér bjór.

Eftir hamaganginn var ákveðið að gefa gæsinni pulsu, mm, voða góð.  Því næst förum við, ég, Telma og Freyja upp í Salasundlaug (einmitt, ekki fara of langt úr hverfinu) og förum í pottinn.  Eigum saman frábæra spjallstund í pottunum þar.  

Þegar við höfum klætt okkur og sett upp andlitin, þá höldum við til Reykjavíkur (loksins, djóóók).  Förum í Safamýrina og ég pæli doldið hvað við ætlum að gera næst. Segi svo að eina sem ég þekki, sem býr þar, sé Rakel, þó ég sé nú ekki enn búin að koma mér í heimsókn.  Heim til hennar förum við, nú mæta allar skvísurnar, Begga, Svana, Ásdís, Nathalía, auðvitað ég, Freyja og Telma.  Og nú bætist Jóna mín í hópinn.  Lalla mín var orðin veik og ein af aðalskipuleggjundunum hún Solla, bolla, glöð og hýr, lá fárveik heima – stórt knús.  Mín fær Gin og Koniak og er plötuð í Singstar.  Bara einu hef ég áður farið í þann leik og útnefndist  Amatör þá og aftur núna! – Söng Britney, en maskínan var greinilega ekki að fíla mig jafnvel og ungfrú Spjót.  Amatör sagði vélin, verð greinilega að fara að æfa mig að syngja. 

Við förum svo allar saman á veitingastaðinn Galíleó (Italian – auðvitað).  Sitjum niðri, alveg út af fyrir okkur, frábærlega kósí.  Æðisleg þjónusta, frábær matur og besti félagsskapurinn.  Sjávaréttasúpa í forrétt, í aðalrétt.. viltu giska?... Rétt!.... Lasagna – fæða guðanna, eins og Grettir (Garfield) segir! Tiramisú í eftirrétt, rauðvín, kaffi og koníak.  Arrg, sniiilllld!  Eftir matinn færa stelpurnar mér gjafir.  Ég ætla ekki að básúna því hér hvað ég fékk, en brúðkaupsnóttin gæti orðið forvitnileg.  Frábærar vinkonur.  Eftir langa setu og mikið spjall var haldið á Gaukinn, ég fór nú ekki svo sjaldan þangað í gamla daga.  Magni og co að spila, svaka flinkir.  Staðurinn hefur örlítið breyst, en þetta var fjör.  Sátum og töluðum doldið meira.  Það er pínu kjánalegt, að það eru svalir á Gauknum, en þangað má ekki fara til að reykja.  Maður á að fara alla leið út og út á götu.  Ég var reyndar svo heppin að þurfa að fara út og hitti þar Helgu Maríu og Siggu, yndislegu Smáraskóla vinkonur mínar.  Þær komu inn og heilsuðu upp á gengið.  Það voru teknir nokkrir sopar í viðbót af einhverju sem kallast áfengi.  Þetta var þvílíkt fjör, en við skulum segja að ég hefði ekki verið fær um að keyra heim!  Íris kom aftur í hópinn og gleðskapurinn stóð, þar til minn útivistartími var löngu búinn.  Rúmlega þrjú, sá Jóna um að keyra okkur sem eftir voru, heim!

Þetta var svo skemmtilegur dagur að hann mun lifa í minningunni um ókomna tíð.  Takk, takk, takk elsku vinkonur mínar! – Er ennþá þakklátari að þið hættuð við að senda mig í útsýnisflugið, hefði hvort eð er lokað augunum allan tímann og beðið bænirnar.

Knús Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrist síðast og verði þér að góðu, mér þykir þú góð að muna ALLT ÞETTA í réttri röð og allt. Fékkstu hjálp!

Gangi þér vel í kökustússi og öðru. Sjáumst von bráðar

Jóna (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 17:58

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Vá, já, tak for sidst! - Það væri nú skárra að ég myndi ekki hvað þið voruð og auðvitað eruð æðislegar.  Mín settist nú bara og fékk sér te og las blöðin, þegar heim var komið!! ... man líka alveg að við vorum að ræða vínsmökkun og tónleika á fimmtudag - eða ert þú búin að gleyma því?  Verum í bandi, mín kæra.  Knúsi, knús!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 10.9.2007 kl. 19:17

3 identicon

Vá!!!!!! Maður þarf greinilega að fylgjast með bloggum vina sinna til að vita hvað er í gangi :) Hvenær er svo stóri dagurinn? ;) Hittumst vonandi fljótlega aftur. *risaknús*

Olga Rán Gylfadóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 20:22

4 Smámynd: Hugrún

Ég er svo spæld að hafa misst af þessu    Var í Danmörku að hafa það næs. Hugga mig þó við það að þú virðist hafa skemmt þér konunglega og þá er nú tilganginum náð  Hlakka til að hitta þig í brúðkaupinu.

Hugrún , 12.9.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband