20.8.2007 | 16:51
Ótrúlega mikið fjör..
Menningarnótt
Arrrrg hvað það var gaman!!! Dixiebandið Öndin hóf skrúðgönguna frá Kaffi Vín, sem reyndar er greinilega búið að loka. Staðurinn var staðsettur ofarlega á Laugarveginum. Okkur til ómældrar ánægju voru ýmsir mættir til að taka þátt í göngunni með okkur. Við reiknuðum okkur 45 mínútur til að komast niður allan Laugarveginn að því gefnu að við þyrftum að troða okkur í gegnum mannfjöldann. Ég var vopnuð gjallarhorni til gauls og mikið er það nú skemmtilegt söngtæki.. mæli með að þið prófið það við tækifæri. Gangan lagði af stað og fólk elti, mikið fjör og mikið gaman. Hvergi þurfti að ryðja leiðina, því fólk hafði fært sig á gangstéttina og beið eftir göngunni. Myndatökumaður frá RÚV fylgdi okkur niður hálfan Laugarveginn og fannst þetta greinilega skemmtilegt myndefni, enda myndarlegur hópur þar á ferð. Við sammáluðumst um það að þessi ganga þyrfti að vera árlegur viðburður við tónleika Andarinnar á Menningarnótt. Algjör snilld! Klikkuðum lítið eitt á tímasetningu, en gangan tók sirka 20 mínútur. Munum það næst.
Tónleikarnir hófust svo með pompi og prakt kl.21 í garðinum á Hressó. Ó hvað það var gaman. Fyrir okkur sem spilum með Öndinni (já, að syngja er líka að spila á hljóðfæri! ég spila á raddbönd!), þá eru tónleikarnir á Menningarnótt eins og árshátíð, þar sem bandið spilar ekki mjög oft þar fyrir utan. Árshátíðin gengur út á það að skemmta okkur og vonandi líka þeim sem hlusta. Það tókst, við skemmtum okkur ógrynni vel, og fullt, fullt,fullt af fullu og ófullu fólki að horfa. Voða, voða gaman. Eftir giggið var svo tekin rispa af kjaftagangi og tilheyrandi (hm). Var svo komin heim kl. 02.30, sem að mér heyrist sé bara þokkalega snemmt fyrir Menningarnótt. Ég varð ekki vör við óspektir annarra og sýndist þetta bara ganga doldið vel allt saman. Finnst þetta skemmtileg veitsla!
Ætla að vera ósammála fjöldanum
Ég var orðin ansi spennt, þar sem ég sat í sófanum og horfði á tónleikana frá Laugardalsvelli, í endursýningu! Á þeim bloggsíðum sem ég les (reyndar ekkert svaka margar), þá virtust menn og konur sammála um það að Stuðmenn hefðu pissað í buxurnar, eða því sem næst. Þar með var spennan orðin gífurleg, hvað þeir hefðu eiginlega verið að gera þarna á sviðinu. Ég næstum kafnaði úr hlátri þegar þeir stigu á svið, rafmagnstrommusett, hljómborð og hljóðgerflar og þessir flottu búningar. Mér fundust Stuðmenn æðislegir! Hvaða önnur hljómsveit myndi þora eða réttara sagt leyfa sér að gera svona? Líklegast engin. Og á svona stórum tónleikum, þar sem allir búast við að sjá Stuðmenn í sama gír og síðustu 1oo, nei kannski ekki alveg 100 ár! Þetta var á sínum tíma stofnað sem gleðiband og ýmsir gjörningar viðhafðir. Þetta er e.t.v. afturhvarf til þess. Mér fannst þetta fyndið og skemmtileg nýbreytni, enda ekki á allra færi að spila þessi lög með þessa hljóðfæra skipan og voru þéttir. Fólkið virtist skemmta sér (sá þetta auðvitað bara í TVinu) og það er það sem skiptir máli. Snillingar!
Kveðja og knús til þín mitt litla svín, sem stundum hrín svo í þér hvín en ægilega ertu fín,ástin mín..um þig mér birtist sýn, þú klædd í lín Jæja, kannski komin tími til að hætta, held það,
Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ elsku vinkona, þá er ég kominn aftur eftir sumarfrí!!! Ég var ekki svo fræg að komast alla leið niður í bæ þessa glæsilega kvöld, en ég heyri að þið hafi verið flottust! Hey eigum við deit á nýja fáknum þínum, ég var einmitt að fá mér einn glæsilegan fák með bláum blómum, við verðum náttúrulega bara flottastar.
knús á þig
Jóna (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 16:51
Vá! Með bláum blómum! Minn er nú ekki svo flottur, rauður og svartur! ? hvort ég verði hálf púkó við hliðina á þér. Líst reyndar doldið vel á að fá fáum okkur rúnt saman, hann er eitthvað orðinn leiður greyið hefur ekki ekki verið hreyfður í rúma viku! - Bandi band mjög fljótlega. Knús til baka.
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 24.8.2007 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.