16.8.2007 | 09:56
Bjútí is pein
Pínu uppdeit
Það fór auðvitað eins og í öllum ástarsamböndum að maður fer að sjá gallana. Elsku safapressan sem ég sagði þér frá í síðasta bloggi er nefnilega ekki alveg gallalaus eins og hefði mátt halda. Það er nefnilega svo leiðinlegt að þrífa hana! Sem stoppar mann auðvitað stundum í samskiptaferlinu. Þá er að meta, kostir versus gallar og enn sem komið er þá eru kostirnir mun fleiri. Ég hef því tekið metvitaða ákvörðun um að nýta mér hæfileika hennar einu sinni á dag, í mesta lagi tvisvar. Sjáum hvað setur, samt enn brjálæðislega skotin.
Ég tók svona bjútí rispu um daginn. Fór og hitti hárgreiðslukonuna sem er með hárið mitt í meðferð. Skemmtilegt að senda hárið í meðferð. Jæja, fékk gullfallegar strípur, en nóg um það. Eftir miklar vangaveltur og spekúlasjónir við nokkrar vinkonur mínar. Ákvað ég að fara í fótsnyrtingu og vax á lappirnar. Ég er ekki mikil svona dúllerís kona, en þetta var hin mesta skemmtun. Ég hafði mestar áhyggjur af því að lappirnar væru svo slæmar að ég þyrfti frekar að fara á fótaðgerðastofu, en ekki snyrtistofu. Viti menn, hún sagði að ég væri með svo fínar lappir (kannski var það samt bara sölutrix). Afskaplega varð ég nú glöð, var nefnilega búin að búa mig undir að hún myndi fleygja mér út, og án umhugsunar get ég haldið áfram að kaupa mér krem og nota þau ekki! Ég fékk meira að segja naglalakk á táneglurnar svaka pæja. Vaxið var ekki eins gaman, samt mun minna sársaukafullt en ég átti von á, - (þú mátt samt ekki skilja það sem svo að ég sé alltaf kafloðin á leggjunum, ég hef bara aldrei farið á snyrtistofu í þessa aðgerð). Ég hins vegar held ég sé alveg hætt við bikinívaxið, sem ein vinkona mín hefur verið að mana mig í. Lappirnar okey en, nei, nei, nei, nei. Held við látum aðrar aðferðir duga við vaxtarskerðingu þar! Á svo eftir að prófa airbrush, sem er svona brúnkumeðferð, sem dugar kannski í viku. Mjög spennandi! En meðan sólin skín úti, þá finnst mér það nú hálf kjánalegt, og það bíður betri tíma. Það er greinilegt að aupairin mín er komin aftur.
Þetta er nú að verða ansi undarleg bloggfærsla, en hvað um það! Að lokum ætla ég að minna þig á að Dixiebandið Öndin verður á Hressó milli kl. 21-23 á menningarnótt, endilega komdu. Þetta verður mikið stuð og mikið gaman. Í ár er bandið skipað 11manns ah. Forvitnilegt ekki satt!
Sjáumst
Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú átt nú BARA skilið að fara í svolítið dekur. Það er svo merkilegt við það að sama hversu fallegur maður er þá finnst manni alltaf maður fegrast helling við svona aðgerðir. Mikið væri ég til að koma á tóneikana með Öndinni en.. ég hef ekki aupair og passið mitt ætlar að klifra á Snæfellsjökul á þessum tíma þannig að ég verð heima í þetta sinn. En þú skalt skemmta þér átt það skilið.
Fjóla Æ., 16.8.2007 kl. 11:44
Oh, já, dekur er frábært, ætla meira að segja í nudd á morgun! Verst að þú kemst ekki á giggið, en hver veit, kannski næst. Þú rokkar þeim mun meira á Ljósanótt
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 16.8.2007 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.