9.8.2007 | 10:01
Það er svo margt...
Ég er ástfangin. Ég er hreinlega yfir mig ástfangin. Það fer ekki leynt og allir sem að hitta okkur saman sjá að ég er fallin, gersamlega kolfallin. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum nýja félaga mínum og mér finnst allt sem hann gerir stórkostlegt. Hann gerir kannski ekki margt, en það sem hann kann, gerir hann undursamlega. Ég set í og fæ ótrúlegan nýpressaðan safann. Mm. Minnst tvisvar á dag. Hver annar fengi mig til að láta í mig hálfan ananas og heilan mangó, á einu bretti. Nýja ávaxta- og grænmetissafavélin mín. Ég held ég eigi í mínu fyrsta lesbíska ástarsambandi, því félaginn er jú vél og vél er kvk orð, ekki satt? Svo er hins vegar spurning hvenær nýja brumið fer af vinkonunni og ég nenni ekki að leika við hana. Einn daginn endar hún svo ofan í skúffu. Ég held ég hafi samt aldrei verið svona hrifin, þvílíkt tæki!
Sama dag og besta vinkonan kom í hús, var fjárfest í öðrum grip. Nýja hjólið mitt! Við erum að læra að tala saman. Ég var reyndar mest hrædd um að ég kynni ekki lengur að hjóla. Enn og aftur sannaðist máltækið þetta er eins og að hjóla. Já, ég þeystist af stað, þar til kom að brekku og þá löbbuðum við bara saman, það var ágætt. Í gær hjólaði ég svo upp hálfa brekkuna, löbbuðum svo saman smá spöl. Ég kríaði út þennan kosta grip með þeim orðum að þá get ég alltaf hjólað í vinnuna. Það er eins gott að standa við stóru orðin. Hef það þó á tilfinningunni að þetta verði auðveldara eftir því sem maður brúkar gripinn oftar. Mér finnst þessi hjálmur bara svo hallærislegur. Verð samt að vera börnunum fyrirmynd og setja hann á hausinn. Ég á hjóli með hjálminn held ég að sé rosalega lítið kúl.. kannski skánar það þegar ég er farin að hjóla upp alla brekkuna.. ekki alveg jafn aumkunnarvert! Vona bara að ávaxta- og grænmetisvélin sjái mig ekki!
Fleira sniðugt. Já, detox! Var að byrja að drekka einhvern hreinsandi safa, mjög mildur samt. Þarf ekki að drekka nema 1 og hálfan líter af þessu gutli á dag. Er reyndar alveg fram á kvöld að klára skammtinn, en 3 dagur af 10 er að hefjast. Fyrstu nóttina vaknaði ég og mig langaði að gubba. En núna, þá held ég að ég finni mun innra með mér. Já, kannski virkar það bara að hreinsa líffærin og út með allt ógeðið, sem safnast víst í manni. Drekka einhverjar jurtir og þær þrífa bara fyrir mann. Mjög sniðugt. Vildi að það væri hægt að hella sápu yfir húsið og svo mundi það bara hreinsa sig sjálft.
Mál að linni og glöð í sinni
Kveðja Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg viss um að þú er rosalega kúl á hjólinu með hjálminn þinn.
Fjóla Æ., 13.8.2007 kl. 09:55
Takk - kemst allavegana upp brekkuna núna og þá er þetta ekki alveg jafn fáránlegt, reiðandi hjól með hjálm á hausnum!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 13.8.2007 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.