Losað um stífluna

Eitthvað hefur farið lítið fyrir skrifum á síðuna.  Svo langt er liðið að það er ekki lengur hægt að kommenta í athugasemdadálkinn við síðasta pistil. – Þóra mín sendu mér nú netfangið þitt! 

Danmerkur reisan gekk rosalega vel, sérstaklega miðað við það að vera með fimm ferðafélaga, en sá elsti náði 11ta árinu í ferðinni. 

Við enturheimtum aupairina okkar, sem þýðir að aðgengi úr húsinu auðveldast til muna.. enda tók ég strax smá heimsóknartörn í síðustu viku.  

Menningarnóttin (18 ágúst) er auðvitað framundan og Dixiebandið Öndin verður EKKI á sínum stað þetta árið.  Skrúðganga verður frá Café Vín (kl. 20.15, þar sem Öndin hefur verið síðustu ár) og niður á Hressó, þar sem Öndin mun leika milli kl. 21 – 23. – EKKI, já ekki, láta það fram hjá þér fara.

Annars er bara bjart framundan og mikil gleði.  Því til viðbótar lærði ég að skrifa orðið SYSTKIN, sem minnst tvisvar hefur verið ritað rangt hér á síðunni og biðst ég velvirðingar á því!

Þar til næst

Kveðja Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Velkomin heim og til hamingju með að endurheimta aupairina þína. Veit að hún er algjört möst.

Fjóla Æ., 6.8.2007 kl. 15:56

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Takk, takk - Ó, já þvílíkur munur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 7.8.2007 kl. 13:29

3 identicon

thora.marteinsdottir@gmail.com (nema þú sért að tala um einhverja aðra Þóru ;) )

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 22:46

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Mér finnst gaman að því að þú sért með leyfð komment. Ætlaði að komennta við síðustu færslu um dagin en... ég var nefnilega farin að sakna þín og er mikið ánægð með að þú sért komin aftur.

Fjóla Æ., 8.8.2007 kl. 23:56

5 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Ég er sniðug, nú er önnur Þóran búin að svara og bara hin Þóran eftir.  Sá einmitt að þetta var ekki mjög skýrt, en ákvað að reyna að slá tvær flugur í einu höggi og allavegana 50% árangur. - Marteinsdóttir á von á tölvupósti en Guðmannsdóttir fær engan póst fyrr en ég fæ netfang.

Ég reyni að bæta mig Fjóla mín, gott að einhver hefur gaman að ruglinu í mér..Hef verið doldið blogglöt enda upptekin við annað. Hver veit nema það leki á bloggið síðar! 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 9.8.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband