15.7.2007 | 12:18
Svo kom sólin
Hiti, sviti, og morgunkaffið úti í garði!
Hrakfarir III
Aumingjans Hálfdán Helgi á það til að vera pínu lítið óheppinn. Eitt sinn eftir kvöldmat fer Hálfdán niður og byrjar á því að fljúga á hausinn á bleikhærðri hárkollu sem liggur á gólfinu. Því næst flýgur hann aftur á hausinn og núna dettur hann um sjálfan sig (hvernig sem maður fer nú að því). Anna frænka sér fallið og það lítur nú ekki út fyrir að vera neitt svakalegt slys. Svo lítur Hálfdán Helgi upp og var allur blóðugur. Þá hafði hornið á spönginni á gleraugunum hans skorist í augabrúnina og komið lítill skurður. Þar sem við erum svo heppin að búa heima hjá ofurhjúkku og ofurfrænku, þá þurfti enga slysavarðstofu, þar sem skurðurinn var ekki svo djúpur. Anna límdi skurðinn saman með sterilstrippi, sem er ofurplástur og allt varð gott aftur. Allt er þá er þrennt er, eða er það ekki?...
Kaldhæðni
Forsagan er sú að þeir bræður Matthías Davíð og Hálfdán Helgi hafa mikið dálæti á þeim Karíusi og Baktusi. Þeir kunna held ég nærri því um það bil allt leikritið í heild sinni. Oft dunda þeir sér við að leika senur úr verkinu, sér og öðrum til skemmtunar.
Eins og svo oft fer Matthías sínar eigin leiðir. Við sitjum öll úti í stóra garðinum hennar Önnu, þegar Matthías röltir sér af stað. Það er auðvitað kallað á eftir honum Matthías, komdu, Matthías hvert ertu að fara, ekkert svar og engin viðbrögð. Matthías gengur upp tröppurnar, greinilega á leiðinni inn, snýr sér svo og segir þungum rómi Ég er nærri dauður úr sulti og fer inn!
Kaldhæðnin er auðvitað sú að barnið sem fær næringu í æð 12 tíma á sólarhring, segist vera nærri dauður úr sulti.
Ps. Matthías og við öll þökkum Blöndun í Apóteki LSH fyrir frábæra þjónustu, við fáum næringuna senda hingað til okkar heim að dyrum og án þessa frábæra fólks gæti Matthías ekki fengið að sjá heiminn og auðvitað er það líka fólkið sem sér til þess að Matthías Davíð er í rauninni ekki að deyja úr sulti, Takk!
Sólarkveðjur Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að heyra að liðið skemmtir sér vel úti. Hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið til baka. Verð reyndar að ná því fyrir laugardag þar sem ég og Einar erum að fara til Serbíu.... til þess að flýja rigninguna sem þið virðist ætla að taka með ykkur frá DK. Það þarf varla að taka fram (en ég ætla samt að gera það) að veðrið hér hefur verið lyginni líkast undanfarna daga.
kv.
arnar
Arnar (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 21:15
Við náum nú örugglega að hittast fyrir laugardaginn, tribbarnir verða nú að fá að sprella aðeins með Arnari frænda. - Veður, hvað er það?
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 17.7.2007 kl. 07:38
Ég er ekki viss, en ég held að Karíus og Baktus hafi líka verið tvíburar.
Ingvar Valgeirsson, 17.7.2007 kl. 13:50
Já, þú segir það! Ég held við verðum að setja bókmennta- eða leikhúsrýni í málið.
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 17.7.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.