Enn af Emil okkar..

Enn rignir í landi Dana. Við látum það samt ekki á okkur fá, enda von á sól eftir hádegið.  En í stað þess að drekka morgunkaffið úti í garði, þá sit ég inni, fyrir framan tölvuna og því ekki að henda inn tveimur stuttum sögum af ferðafélögum mínum!

Hrakfarir II

Alltaf dettur tvíbbunum tveimur eitthvað sniðugt í hug.  Þau fundu sér sitthvort tréð í garðinum hennar Önnu til að klifra í.  Það vill þó ekki betur til en svo að Matthías Davíð kemur stormandi og truflar Hjördísi Önnu í klifrinu, hún rennur niður og fær sár á lappirnar og stóra rifu undir hendina.  Anna frænka kemur til bjargar, en þar sem hún er að hugga skottuna litlu, heyrist “Ó, ó, ó, ó, Ó” .  Hálfdán Helgi hafði dottið niður úr trénu, þannig að hausinn og búkurinn snéru á hvolfi niðri á jörðinni en löppin sat föst í trénu.  Anna frænka hleypur til og losar löppina.  Núna er heimurinn hans Hálfdáns ekki lengur á hvolfi.  Tvibbarnir tveir lærðu að það er kannski ekkert voðalega sniðugt að klifra í trjám.  Allavegana ekki þegar maður er bara 4 ára!

Pælingar

Í garðinum hennar Önnu frænku er stór aparóla, sem fest er í gamalt tré.  Rólan er tekin niður við hátíðleg tækifæri þ.e. þegar allir eru farnir að hlaupa í hringi, þar sem hún er heldur rosaleg fyrir strumpana að vesenast einir í henni.  Í fyrsta sinn sem aparólan var tekin niður voru allir að sjálfsögðu svaka spenntir.  Allir fóru í röð við snúrustaurinn og biðu (mis rólegir) eftir að röðin kæmi að þeim.  Hálfdán Helgi er svaka hugsi, svo kemur röðin að honum og hann situr og sveiflar sér í rólunni og segir loks: ”Átti Anna frænka einu sinni apa? “

Kveðja Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugrún

Hehehe ég er í kastinu  Takk fyrir skemmtilegar sögur sem lífga upp á tilveruna.

Hugrún , 13.7.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Gott að ég get skemmt þér Hugrún mín, endurgjalda það, þegar þú skemmtir mér.. fer nú vonandi að styttast í næstu hlægjustund!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 13.7.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband