10.7.2007 | 19:23
Þessir litlu vinir mínir..
Hrakfarir
Allir voru á leiðinni út úr húsinu hennar Önnu frænku þegar allt í einu heyrist: ég er fastur. Mamman, Pabbinn, Anna frænka og systkynin horfa öll stórum augum á aumingja Hálfdán Helga, sem hafði náð að troða hausnum á sér á milli rimlanna á kjallara stiganum. Nú var ég viss um hvernig mömmu Emils í Kattholti hefði liðið, þegar grautarskálin sat föst á hausnum á vesalings Emil. Anna segir: það sem kemst í gegn kemst til baka aftur! Pabbinn stóð í kjallaranum og togaði rimlana í sundur og Anna frænka hélt um hausinn á Hálfdáni. Mamman stóð bara eins og þvara og það sem rann í gegnum hugann var : Ætti ég að ná í myndavélina. Hausinn komst í gegn og allt fór vel, en engin mynd náðist af atvikinu.
Þegar þarf að redda málunum
Stóru börnin áttu að fá kvöld út af fyrir sig og fara í Tívolí. Það átti að leggja af stað fyrir kvöldmat, sem þýddi að tribbarnir (H.A, H.H, M.D) myndu ekki vera sofnaðir. Þau fóru auðvitað að forvitnast um hvert við ætluðum að fara. Ekki það að þau áttu að fá spes kvöld með Önnu frænku. Guðrún Thelma sem alltaf er með svör (mis trúverðug) við öllum spurningum systkyna sinna svarar og segir: Sko við þurfum að fara í mat hjá Borgarstjóranum og borða eitthvað ógeðslegt svín ég er enn hlægjandi, þegar ég skrifa þetta!
Kveðjur úr Kattholti
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HAHAHA ég skil að þú vitir hvernig mamma hans Emils leið. En þetta er samt svolítið fyndið eins og þú segir það og er mest hissa á því að þú hafir ekki stokkið eftir myndavélinni þó það hefði kannski flokkast undir það að hlægja að óförum annarra. Sumt er bara fyndara en annað.
Frábær skýring á tívolíferðinni og ég vona að ykkur hafi smakkast ágætlega hið ógeðslega svín borgarstjórans og þið skemmt ykkur vel.
Fjóla Æ., 11.7.2007 kl. 10:14
Allavegana virðist vera eitthvað svína-trend í gangi, fórum í dótabúð í dag og af öllu sem hægt var að kaupa vildi Matthías (sko litli) endilega kaupa einhvern grís - sama hvaða hugmyndir aðrir komu með. Ekki nóg með það heldur gengur svínið um gólf og rýtir, svo ég er nærri komin á þá skoðun að steikja það!.. og kannski ég bjóði bara borgarstjóranum í Danmörku (eins og ungfrúin orðaði það) í heilsteiktan grís, með batteríum og öllu
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 11.7.2007 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.