22.6.2007 | 17:51
DRAZL
Júní alveg að klárast og ég sem ætlaði að socialisera eins og vindurinn við vinkonur - skoða nýjar íbúðir þeirra sem hafa flutt, mæta í kaffi, fara á kaffihús, allt saman fokið út í veður og vind. Já tíminn líður og það hratt, þegar maður finnur sér verkefni.
Það hefur nefnilega verið ráðist í bílskúrstiltekt. Fjórir veggir, fullir af kössum og ýmislegt drasl, sem dreyfir sér langt út á gólf. Og hvað ætli sé nú í öllum þessum kössum. Já, það er nú það! Þvílíkt og annað eins drasl. Það er nú hreinlega ekki alveg í lagi með mann að safna svona hlutum og óskapnaði, sem maður mun aldrei, já ég segi ALDREI, koma til með að nota.
Reyndar var þetta svolítið eins og að fara í leik sem heitir Hvað kemur upp úr kassanum. Gömul föt, gamall sími, stakir bollar, og svona er endalaust hægt að telja. Af hverju var ég að geyma þetta drasl? Ég var þó himinlifandi glöð og fegin þegar ég fann möppuna með öllum prófskírteinunum mínum. Akkurat, það var nú eitt dæmið, afhverju var hún í einhverjum kassa inni í bílskúr. Þetta er td. hlutur sem á að passa vel og geyma á stað sem maður veit hvar er. Ég fann nú sitthvað fleira sniðugt svo sem.
Þráinn vinur minn á kassa. Hann veit líka alveg hvað er í kassanum. Við vinir hans höfum stundum gert grín að því að ef svo illa færi að heimurinn hreinlega færist, þá mundi einn hlutur líklegast verða eftir sem myndi sanna tilvist mannkyns á jörðinni. Sprengjuheldi kassinn hans Þráins. Ég hef reyndar aldrei fengið að sjá kassann og einnig veit ég að það sem fer í kassann fer aldrei þaðan út aftur. Í kassanum eru söguleg gögn um tónlistarferil Þráins frá upphafi. Hann á nánast allt, sem viðkemur þeim böndum sem hann hefur starfað með. Hann geymir þar með sögulega staðreynd um tilvist mína, þar sem við höfum starfað saman frá árinu 1994.
Ég sagði Þrása um daginn af bískúrstiltektinni og m.a. því að ég hefði fundið útgáfusamning fyrir geisladiskinn Pilsner fyrir Kónginn, sem var gefinn út undir lok síðustu aldar ég sá að hann varð pínu grænn (af öfund), því þennan merka pappír á hann ekki í kassanum sínum. Ætli samningnum sé þó ekki betur komið í kassanum góða, en hjá mér.. held reyndar að ég sé búin að týna honum aftur, en fullviss þó að því plaggi var ekki hent. Mér datt í hug að ég gæti kannski búið mér til svona kassa eins og vinur minn á. Ég fann einn lítinn kassa og ofan í hann fór Mosstock bæklingurinn, sem var útihátíð sem hljómsveitin K.X spilaði á í Danmörku, eftir sigurinn á Rokkstokk hljómsveitakeppninni 1997. (Hm. Ætli Þráinn eigi þann bækling).
Fátt fleira fann ég merkilegt í þessari tiltekt. Bílfarmarnir hafa farið síðustu dagana í Sorpu. Jú, ég fékk reyndar að bera augum, pennasafnið hans Matta, en sem krakki safnaði hann pennum. Pennarnir fóru allir í Sorpu ásamt gamalli skjalatösku sem hefur hýst pennana síðustu 20 ár.
Nú er þó allt að komast í smá skipulag. Magnið af nótum sem ég þurfti að sortera, kórnótur, einsöngsnótur, píanónótur Allt er komið í fína kassa (IKEA ) og meira að segja merkt, hvað er í þeim!
Ég held að eftir standi í það mesta einn fjórði af því dóti sem hefur dagað hérna uppi. Ég hef flutt fjórum sinnum á síðustu 10 árum. Afhverju er ég enn með þetta drasl í eftirdragi? Nú á ég einungis eftir að fara í gegnum jólaskrautið.. púff, það verður stuð!
Smá heilræði til þín, frá mér: Henda, henda, henda og henda aðeins meira!
Kveðja Áslaug drazlari
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er á móti geymsluplássi. Því meira geymslupláss = því meira drasl sem maður sankar að sér.....
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 00:30
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 26.6.2007 kl. 08:14
Úff reyndar er þetta með geymslupláss-kenninguna hennar Þóru ekki alveg málið hjá mér :0S Við erum búin að sprengja utan af okkur pínulitlu geymslurnar okkar tvær (sem reyndar eru bara sæmilega snyrtilegar eftir tiltekt í haust) og pappakassarnir, aðallega með of-litlum-barnafötum hrúgast upp INNI Í SVEFNHERBERGINU þar sem óvart eru 2-3 fermetrar sem ekki eru fullnýttir af húsgögnum eða öðru slíku.
Hófí, 26.6.2007 kl. 14:42
Ég er að spá í að gera dáldið sniðugt þegar ég kem heim. Taka bara kassana og henda þeim... sem sagt ekki opna þá. Get ekki ímyndað mér að eitthvað sem ekki hefur verið hreyft í fleiri ár muni sanna notagildi sitt úr þessu. Í fjarlægðinni hljómar þetta mjög vel alla vega, þykir nú svona trúlegra að tilfinningasemin taki völdin þegar til kastanna kemur og að ljósbláu og hvítu styttunum verði pakkað rækilega inn aftur í von um að mér muni einhvern tíma finnast þær sóma sér vel í stofunni. En ég mun hafa möntruna þína í huga þegar ég ræðst í þetta verkefni. "Henda, henda, henda og henda aðeins meira!"
Hugrún , 26.6.2007 kl. 19:42
Voðalega er gott að hlægja svona í morgunsárið - Þið eruð nú skemmtilegt fólk.
Þó svo ég þykist vera afar fullkomin og dugleg að henda, þá skil ég alveg hvað þetta getur verið mikið tilfinningamál. Td. fann ég gamlan leðurjakka sem ég gat ekki með nokkru móti gefið.. Matti sagði "Varstu einu sinni svona mjó"... mín samt alveg viss um að einn daginn mun hann smell passa aftur og þar af leiðandi nauðsynlegt að geyma (alveg örugglega). - Rökhugsunin sagði hins vegar "Honum verður bara fleygt í næstu umferð, e. 10 ár".
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 27.6.2007 kl. 09:01
Henda? Aldrei. Áslaug, þú átt ekkert sem ég ekki á.... ég þarf samt að fá að skoða útg. samninginn.
Þáb (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 22:03
Strákar mínir, börnin munu blóta ykkur á meðan þau kafa í gegnum hrúgurnar.. nema þau hafi fengið safnara genið og slást um gamlan tebolla!
He, he, svo þú kannt svo eftir allt saman að skrifa athugasemdir á moggabloggi Þrási minn.. alltaf tekst mér að narra þig til ýmissa verka
Ánægð með þig kæri vinur!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 28.6.2007 kl. 08:27
Hæ Áslaug mín, ég bara sakna þín alveg hrikalega, er vön að hitta þig allavega vikulega í skólanum. Vá hvað þú ert dugleg, öll tiltekt hjá mér er enn bara í hausnum á mér. Sólin hefur eyðilagt öll innandyraplön! Ég get þó státað af því að vera komin með kryddjurta,,garð", alltaf til mynta í mojito á þessum bæ;) Verðum að fara að hittast, knús, kv. Helga María
Helga María (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 09:30
Hentuði pennasafninu? Eruði fokkings geðveik orðin bæði tvö!?!?!?!?!
Ég á ennþá hasarblöð sem ég safnaði í æsku, Guns&Ammo-blöðin sem ég keypti um fermingu og Guitar Player síðan um og fyrir 1990, skólablöðin úr VMA síðan ég var þar, bæklinginn sem fylgdi Fendernum sem ég keypti ´91, Palla-bókina sem ég fékkí jólagjöf ´77 (reyndar passaði mamma hana fyrir mig, vitandi hvernig ég er) og allar teiknimyndasögurnar sem Tommi frændi gaf mér í jólagjöf, frá ´75 til ´86 (bæði árin meðtalin, allt kyrfilega merkt). Enda er geymslan mín svo full að ég þarf að fara að henda þessu helv... jólaskrauti bráðum.
Fólk sem hendir pennasöfnunum sínum á að leggja inn á deild.
Ingvar Valgeirsson, 2.7.2007 kl. 16:04
Sömuleiðis Helga María mín, sakna þín líka. Kannski þú bjóðir í Mojito þegar líður á sumarið - lífrænt ræktað!
Skemmtilegt strákar! Ég gerðist þó ekki svo gróf að henda bókmenntum.. en pennasafnið come on.. hvenær í ósköpunum á að nota það og hver gæti mögulegast haft gaman að því.. tvær spurningar sem spurðar eru áður en ákvörðun er tekin! ...Sem betur fer var ég ekki lengur að dröslast með sérvéttu- og glansmyndasafnið.. Sorpa hefði líka fengið að eiga þau merku söfn.
Reyndar væri kannski gáfulegra að fá mig og Matta í geymslutiltekt, þá fengi ýmislegt að fjúka Ingvar minn!
Med hilsen fra Denmark
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 3.7.2007 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.