19.6.2007 | 21:00
Smá infó
Kæru vinir, fjölskylda, kunningjar og aðrir lesendur.
Á daga mína hefur svo sem ekkert markvert drifið, nema að húsið hefur daglangt verið þrifið. - Hvers konar sumarfrí er nú það, rugl!
17 júní var þó ansi skemmtilegur, með skrúðgöngu og öllu. Söng svo nokkur lög með dixiebandinu Öndinni niður í bæ, við ágætis undirtektir að vanda, enda voða jollí band þar á ferð. Þess má geta að eldri sonurinn var ekki alveg að kaupa það að foreldrarnir ætluðu að spila með einhverri önd! .. það mátti búa til nokkra djóka úr því. Vona að þið hafið átt góðan og skemmtilegan þjóðhátíðardag.
Nú, ég fékk mér vinnu í dag. Færði vinnubúðirnar upp um þrjú hverfi. Engar drastískar breytingar svo sem. "Svipuð vinna, annar skóli". Ég náði sum sé ekki að vera atvinnulaus nema í rúmar tvær vikur.
Öll hersingin (ég, Matti, tvibbar, Matthías og Guðrún Thelma) fórum á 50 ára afmælishátíð barnaspítalans í dag. Mikið fjör og mikið gaman. Skoppa og Skrítla, töframaður, Stuðmenn að ógleymdum kynninum honum Felix - sem Matthías var mjög ánægður með - "Ég vil sjá Gunna" - "Hann heitir Felix" - "Já, ég vil sjá Gunna" sem sagt Matthíasi fannst Felix skemmtilegastur! Doldið magn af sykri fór í magann, bolir og bílar fengnir með heim og allir skrautlega málaðir. Meira að segja ísbjörninn Hringur var tekinn í sátt, en Matthías hefur hingað til ekki verið of sáttur við það furðudýr. Sem foreldri þá var þetta ein best heppnaða skemmtun sem ég hef farið á með ungana. Allir höfðu nóg að gera allan tímann. - Á meðan ég þarf ekki að hlaupa í hringi, þá er ég afskaplega sátt. - Til hamingju með afmælið barnaspítali!
Takk fyrir að vera dugleg að skrifa í athugasemda dálkinn - þið eruð sannir vinir, að nenna að gleðja litla hjartað og vonandi haldið þið því áfram og vonum að fleiri taki við sér.
Stórt knús og kveðja
Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mér leiðist bara svo þessi helv.staðfestingarfítus. taktu hann út og þá skal ég hripa niður athugasemdir eins og vindurinn!
nanna (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 21:30
No can do, my friend.. ég mæli með að þú fáir þér moggablogg og málið er í höfn.. þá gæti ég líka kommentað hjá þér mín kæra, en það hefur mér ekki enn tekist! "Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni" - í heimsókn. Knús Áslaug
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 20.6.2007 kl. 08:43
Ætla að halda áfram að kvitta, eru vinnubúðirnar nær mér þá?? Eða fórstu úr bæjarfélaginu?
Jóna (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 12:39
Ég er nú ekki orðin svo huguð að fara yfir bæjarmörkin.. verð nú staðsett í hverfinu sem er á milli okkar! - Svo áttu inni kaffihúsaboð mín kæra.. held samt að það frestist þar til í lok júlí þ.e. ef þú verður á svæðinu þá! Stubbaknús!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 20.6.2007 kl. 13:39
Þú ert dugleg að takast það að vera atvinnulaus í 2 vikur. En hvernig fer núna fyrir heimilisþrifunum?
Mig langaði til að fara í afmælið í gær en ég er samt mjög sátt við að hafa ekki verið viðstödd.
Fjóla Æ., 20.6.2007 kl. 15:42
Já, ég fílaði það bara svolítið vel að geta sagst vera atvinnulaus! Verð nú samt bara í 50% vinnu. - Þrifin reddast, því aupairin mín kemur aftur síðar í sumar.. en án hennar þarf ég að gera allt sjálf (smá prinsessu stælar).. en líka að án hennar kemst maður ekki neitt (eins og þú þekkir), það treysta sér nú fæstir til að passa barn með dælu (eins og þú þekkir, reyndar ykkar tæki enn flóknari)! Var einmitt hissa að það var ekkert svakaleg mæting af fólki í afmælið - mest starfsfólk og nokkrir góðkunningjar, - líka tímasetningin 12- 15 flestir að vinna (ef þeir eru ekki inni) - en samt mjög gaman!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 20.6.2007 kl. 18:52
Ég verð að kenna tónmennt í vatnsendaskóla næsta vetur. Hvar verður þú?
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:59
Ég verð í Hörðuvallaskóla (í Kórahverfi), reyndar í fyrsta sinn - ekki sem tónmenntakennari. Verð allavegana með morgunsöng og svo eitthvað fleira sniðugt. Sem sagt bara ein brekka á milli okkar! .. hefði verið frábært að vinna á sama stað góða mín. Held að drekkutíminn okkar frestist eitthvað, þar sem júní er að verða búinn og svo ætla ég til útlanda... stefnum á ágústmánuð (í brekkunni, joke)!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 21.6.2007 kl. 16:20
Hey strákurinn minn er í Vatnsendaskóla! Mér líst vel á heimboðið í ágúst en þá er ég í sumarfríi, fer alltof seint í ár í frí. En engu að síður tel ég dagana, þangað til dekka ég gæslu, fótboltaskóli, fótboltaæfing, gæsla, námskeið og að lokum gæsla. Svona eru dagarnir skemmtilegir og við erum á 1 bíl! GARG.... En við ætlum að skella okkur á Skagamótið um helgina, áfram HK.
Jóna (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 19:11
Já ekki bara mamma heldur líka einkabílstjóri, einkaþjónn, einkaeign, einka-..... ágúst er deit tíminn!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 22.6.2007 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.