Hitt og þetta

Ég fór á bókamarkað í haust.  Eins og gengur og gerist kaupir maður slatta og svo liggja þær í hrúgu mánuðum saman.  Tíminn til að eiga stund með sjálfum sér og bók er nefnilega kannski ekkert gígantískur.  Ég sá að þarna hafði ég keypt ýmsa titla td. bók sem heitir „Græn börn“, og getur orðið forvitnileg lesning.  Titillinn einn og sér fær mann til að fantasera um hvort bókin sé í rauninni um „græn börn“, bókin gæti líka verið uppeldisrit vinstri – grænna, sem er kannski ekki svo langt frá sannleikanum.   Ein bók kallaði þó á mig meira en aðrar og það var bókin „Ótuktin“ eftir Önnu Pálínu Árnadóttur.  Ég mælist til að þeir sem ekki hafa lesið bókina geri það.  Að takast á við lífið og erfiðleika á þann jákvæða hátt sem hún gerði, ætti að vera okkur hinum fyrirmynd.  Mögnuð bók.  Ég byrjaði að lesa og gat ekki hætt fyrr en bókin var búin.

Annars er allt fínt að frétta úr Ólátagarði.  Reyndar komið gat á legginn hans Matthíasar þ.e. ytra hulstur leggsins.  Létum kíkja á það í dag og var ákveðið að kaupa tonnatak í Byko.  Tveir læknar sannfærðu mömmuna að það væri sniðug hugmynd.  Leggurinn verður sem sagt límdur saman með tonnataki  á fimmtudag! 

Annað markvert:  Matthías skallaði systur sína á föstudag. 

Hálfdán Helgi gerði tilraun með að vera syngjandi íþróttaálfur, flaug á hausinn, lennti á horni og munaði engu að það kæmi gat – slapp naumlega.

Matthías búinn að vera í fínu formi og laus við dæluna þriðja hvern dag og gengur vel!

Kveðja

Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband