7.5.2007 | 08:35
Til gleðinnar
Tónleikarnir gengu frábærlega. Til hamingju Matti minn snillingur!
En mikið svakalega er ég líka fegin að herlegheitin séu afstaðin. Þvílíkur undirbúningur og stress.
Það var frábær mæting, örugglega í kringum 170 manns sem mættu (miðað við stóla fjölda) og stemmningin fór allan hringinn, hlátur og grátur sem var við hæfi.
Það var líka magnað að allir þessir tónlistarmenn voru tilbúnir að leggja svona mikla vinnu á sig. Eftir tónleikana var svo boðið til veislu. Matta systir hans Matta (alltaf jafn gaman að segja þetta) sá um að útbúa veitingar og veita fólki meðan á veislu stóð.. og á hún sérlegar þakkir fyrir það. Þegar líða tók á veisluhöld stóð eftir góður hópur af partý ljónum. Það náðist þó ekki að klára bjórinn og rauðvínið (enda töluvert magn keypt)! En mikið svakalega var nú gaman! Veisluhöld stóðu þar til húsið lokaði og þá lagði hluti hópsins á sig bæjarferð. Ég þakka Árna sérlega fyrir aksturinn! á frú og bónda!
Matthías fékk næturgistingu hjá Helgu sinni og var skemmtinefndin í Mosó í góðum gír við að þjóna prinsinum. Takk fyrir það.
Tvibbar buðu foreldrum ömmum og afa á tónleika Englakórsins í gær og var það hin besta skemmtun, þó skrautleg væri. Hjördís Anna söng hátt og snjallt með á milli þess að hún dundaði sér við að ná reiminni úr pilsinu sínu, sem tókst að lokum og rölti sér til mömmu sinnar til að láta mömmu geyma reimina (á miðjum tónleikum). Söng svo aðeins meira með, á meðan hún festi hárspennurnar í bolinn sinn (æðislega fínt). Hálfdán Helgi var svona meira að pæla í því hvað krakkarnir í röðinni fyrir aftan væru að gera. Lagði sig svo aðeins á sviðinu og endaði svo í fanginu á afa sínum undir lok tónleikanna.. þar til tilkynnt var að boðið væri upp á nammi og þá var minn maður fljótur upp á svið aftur! En frábærir tónleikar samt enda er maður nú bara að verða 4 ára.
Kveðja Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að fá svona blogg þegar maður er í miðjum prófalestri!! Tvibbarnir er náttla algjörir snillingar!!
Skemmtinefndin í Mosó (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.