Sunnudagur í Ólátagarði

Morguninn hófst með almennu sprelli rétt fyrir klukkan 7.  Eftir hádegið var stórfamilíunni boðið í fermingarveislu eða klukkan 14:00.  Undirbúningur ferðarinnar byrjaði því um klukkan 12:00.  Allir þurftu að borða, pissa, klæða sig og greiða, tvíbbar, Matthías og Guðrún Thelma (stóra  stelpan hans Matta).  Og það tókst, 13.45 voru allir tilbúnir.  Ég sjálf tók mér kannski 5 mín í spasl og að drösla mér í föt. 

Veislan byrjaði nú nokkuð vel meðan gormarnir náðu af sér feimninni.  Eftir stutta stund voru allir komnir út í garð.  Æðislega flottur, með rennandi læk og brú.  Maður sá fyrir sér að sitja þarna með upptendruð kerti rauðvín og romance. 

Þegar maður er 2 og 4 ára sér maður hins vegar fyrir sér eitthvað allt annað en svoleiðis dúllerí.  Allir voru farnir að veiða, með greinum sem þau rifu af fínu trjánum.  Lágu á brúnni og voru komin hálf ofan í lækinn, hlaupið yfir brúnna og hinar og þessar kúnstir stundaðar.  Klukkutíma eftir komu var kominn tími á að fara.  Spenna hersinguna í beltin, farið í bíltúr áður en mætt yrði á næsta viðkomu stað, sem voru tónleikar. 

Já, allir bara nokkuð góðir, spenntir fastir í sætin!  Stóra stelpan hans Matta, var að fara að spila á nemendatónleikum.  Ræðan um að, "þegar maður er á tónleikum, þá situr maður kyrr í sætunum sínum og hefur hljóð", var haldin.  Allir lofuðu því, sitja kyrrir, hafa hljóð og hlusta.  Að sjálfsögðu voru þau loforð ekki haldin mjög heilög.  Mitt fólk fór að syngja með, tala hátt, klifra upp á stólana fyrir framan, skríða undir stólana o.s.frv.  Þegar sá minnsti var svo farinn að flakka um salinn og stefnan tekin á píanóið var gefist upp.  Allir út og út í bíl.  Sem betur fer var Guðrún Thelma búin að spila.  Ég sé mig nú alveg í anda fyrir nokkrum árum að ná ekki upp í nefið á mér yfir þessu fólki, sem kann ekki að ala upp börnin sín.

Jæja, þegar út var komið, vildu svo allir fara aftur á tónleikana – Nei, það var sko ekki í boði!  Það kostaði auðvitað smá stríð, því allir vildu sýna fram á, að þau kynnu alveg að sitja á tónleikum!   Heim – ekkert annað í stöðunni. 

Eftir hressilegan matartíma var boðið upp á ís, regnbogaís, með svo miklu af litarefnum að liðið var blátt og rautt í framan, eftir að þvottatíma lauk (oj, verður sko ekki keypt aftur).

Núna eru svo allir sofnaðir, yfir sig þreytt eftir gormagang dagsins og þá horfir maður á þessi stórkostlegu kríli og skilur ekkert í að maður hafi verið að æsa sig!  ótrúlega skemmtilegt lítið fólk!

Kveðja Áslaug, mamma 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki hægt að segja en maður hlægji dátt og sér þetta allt fyrir sér þegar öll hersingin fer af stað.

skoða reglulega... þó commentin hafi ekki verið mörg, eigilega engin. Er það vegna lélegs emails sem staðfestir ekki athugasemdina.

kv, einar stóri frænds.

einar frændi (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 08:58

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Velkominn Einsi minn.  það er nú barasta eitt í stöðunni og það er að fá sér moggablogg og þá geturðu kommentað að vild (alltaf gaman að fá athugasemdir)!!

Og Hallur minn, mér fundust bloggin mín svo leiðinleg að ég nennti ekki að horfa á þau á síðunni - betri er tóm tunna, en full af rusli!  - svo sjáum við hvað gerist í þessari umferð af bloggi

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 23.4.2007 kl. 17:38

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þekki stemninguna með börn á fúllsvíng... ekki gaman meðan á því stendur en ÆÐISLEGT í minningunni alltaf. Svo ertu ágæt.

Ingvar Valgeirsson, 23.4.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband