Ísland "Best" í heimi

Áááááááá! Æpir Matthías og hágrætur, á þriðjudagskvöldið, þegar Matti stingur í brunninn.  Matti kippir nálinni til baka og brunnurinn bólgnar upp.  Við sjáum fram á að geta ekki tengt hann og hringi í „rescue 911“ eða réttara sagt í Helgu systur.  Helga kemur og Matthías finnur greinilega fyrir eymslum í kringum brunninn.  Við förum upp á bráðamóttöku, þar sem við hittum mjög yndælan læknastrák.  En eins og við svo sem vissum, þá eru einu læknarnir sem hafa eitthvað vit á brunnum, skurðlæknarnir.  Haft var samband við vakthafandi skurðlækni, en þar sem ekki leit út fyrir að um neitt „alvarlegt“ væri að ræða, öndun eðlileg og Matthías þokkalega hress, þá var ákveðið að bíða morguns.  Matthías var því ótengdur um nóttina og við fórum upp á bráðamóttöku daginn eftir.  Brunnurinn virkaði fínt, og gat skurðlæknirinn ekki gefið neina skíringu á því hvað gæti hafa gerst kvöldinu á undan.  Matthías er þó með eitlastækkanir og hvort að það sé að valda sársauka undir og í kringum brunninn er ómögulegt að segja.  Við tengdum Matthías um kvöldið og gat hann ekki sofnað án verkjalyfja, því hann fann svo til, ég var um það bil komin af því að aftengja hann, þegar hann loks sofnaði, en þá hafði hann þegar verið  laus tvö kvöld í röð og þurfti hann eiginlega nauðsynlega að fá næringuna.  Helga lætur vita af þessu fyrir okkur daginn eftir, en þar sem brunnurinn virkar, þá er eins og ekkert sé hægt að gera.  Aftur í gærkvöldi finnur Matthías til og segir „ ég er bara að reyna að halda tárunum inni“, hann er svo mikill nagli!.  Hins vegar er ekki eðlilegt að hann finni til þegar verið er að tengja hann og óþægindi á meðan hann er tengdur.

 Alltaf er þetta sama sagan eða eins og ég upplifi það hvernig er unnið í málum Matthíasar:„reddaðu þessu sjálf, þangað til allt er komið í óefni og þá er kannski hægt að finna plástur“.  Það sem nauðsynlega vantar hérna á Íslandi, er einhvers konar batterí, sem aðstoðar fólk við að finna út úr hlutunum, hvert væri hægt að leita erlendis, eða einhvers konar heildræn meðferð á barninu. Meðan hann funkerar fínt með sína næringu í æð, þá virðist enginn sjá neinn tilgang með að finna eitthvað út úr hlutunum.  Til að finna upplýsingar og vinna sjálfur í málunum, þá þarf maður eiginlega að einbeita sér að því einu og fara í krossferð gegn kerfinu...  Afhverju er ekki einhver í heilbrigðiskerfinu á launum við það að aðstoða fólk?  Af því enginn veit hvað er, þá virðist vera svo erfitt að eiga við þetta kerfi.  Ég veit nefnilega líka að ég sit ekkert ein í þessari súpu. Fullt af börnum með alls konar óalgenga sjúkdóma og ekkert virðist hreyfast áfram í þeirra málum nema foreldrarnir geri það sjálfir. 

Auðvitað verðum við sérfræðingar í okkar börnum, eins og læknirinn á bráðamóttökunni sagði við mig: „þú veist örugglega miklu meira um brunna en ég“ og ég svaraði „ já! Ég veit það“, fannst samt mjög næs að hann reyndi ekkert að besservissast við kellinguna ;)  Ég held líka að heilbrigðiskerfið myndi spara meiri pening á því að fundið væri út úr því hvað sé að honum, heldur en halda honum uppi á næringu í æð...endalaust.  Nei! Kellingin er orðin óendanlega þreytt á því að vera í sömu pattstöðunni ár eftir ár.  Ísland er lítið og heimurinn þar fyrir utan stór og einhvers staðar hlítur að finnast annar Matthías en mig vantar bara helling af tíma og orku til að leggja út í einhvers konar krossferð...

Stundum vildi ég óska þess að ég hefði ákveðið að gera eitthvað sniðugt í lífinu, eins og að verða alþingismaður eða valdamikil persóna í Bananaklíku“lýðveldinu“ Íslandi, því þá get ég lofað þér að ég myndi vita meira um hvað angrar hann Matthías minn heldur en ég geri í dag.  En ég er víst enginn séra Jón og get þá bara reddað þessu sjálf.  Höldum svo bara áfram að giska á hvað sé að honum, en fáum aldrei úr því skorið hvort einhver af tilgátunum sé rétt, því á Íslandi er „BESTA“ heilbrigðiskerfi í heimi.

Takk fyrir og góðar stundir,

kveðja pirraða mamman, sem veit ekki baun í sinn haus eftir 5 og hálft ár...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ása mín gott að geta pústað, ekki öfunda þessa sem búa í bananalýðveldinu Ísland,

Sæl Ása mín þú ert góður penni kveðja Helga

Helga Einarsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 09:25

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Takk Helga mín! Já, þessi síða er ágæt til að hella úr skálum pirrings og gleði :) ...og muna, því ég man aldrei neitt stundinni lengur. Maður veit nú samt af því að Jón og séra Jón fá ekki sömu afgreiðslu í klíku"lýðveldinu". Nei held einmitt að það sé hundleiðinlegt að vera alþingismaður eða valdapotari á þessum tímum ;)...eða allavegana væri ég ekkert spes góð í þessi störf :) En hvað veit maður "nýir tímar" framundan? Það virðist samt ennþá vera hægt að grafa upp peninga í hin óþörfustu verkefni og á sama tíma endalaus niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Knús ofursystir, finnst svo gaman þegar einhver kommentar :)

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 15.8.2010 kl. 10:35

3 identicon

Knús sæta mín. Gangu ykkur vel á morgun

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 22:27

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Takk Þóra mín, knús til baka

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 17.8.2010 kl. 07:06

5 identicon

Vona að ástandið fari að lagast á gullmolanum ykkar, risaknús

Eva María (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 14:47

6 identicon

Ég vona að þetta fari að lagast með brunninn hjá litla kút.

Ég þekki þetta líka svo vel með að ''enginn vill gera neitt'' og einni halda að ekkert sé hægt að gera og ég verði bara að lifa með þessu. Meðan ég gat líka fúnkerað með næringuna vildi enginn gera neitt...þangað til að ég og sérstaklega mamma sögðum eitthvað. Núna loksins er ég á leiðinni út og ég grét næstum því af gleði þegar ég fékk bréfið frá Mayo Clinic um að læknirinn þar hefur lausnir og vill skoða ALLT hjá mér. Ég er að fara út næsta þriðjudag ;o)

Er enginn möguleiki á því að Matthías getur farið út í annað mat hjá sérfræðingi sem hefur séð svona tilfelli?

Gangi ykkur vel :o)

Sóley (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 22:14

7 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Takk fyrir það Eva mín :)

Frábært Sóley! Ég hlakka til að fylgjast með á blogginu þínu og vonandi færðu einhver svör og enn betra ef eitthvað er hægt að gera. Ég vildi svo óska þess að við gætum farið með Matthías í einhverjar rannsóknir..einmitt helst bara tékka á öllu, því einhversstaðar er "klikkið" í líkamanum hans. Eigum viðtal við nýja doktorinn hans á mánudag, ekki það að ég búist við að hann afhendi okkur flugmiða á einhverja rannsóknarstofnun, en allavegana ætlum við að reyna. Er komin með gjörsamlega nóg af þessu endalausa stríði við eitthvað sem við vitum ekki hvað er... væri fúlt að komast að því eftir 5 ár að eitthvað hefði verið hægt að gera þegar hann var mikið yngri nú eða að vita þá bara að svona verður þetta !

Verð svo að drífa mig í að klára framhaldið af sögunni! :)

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 19.8.2010 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband