Danmörk 2010

Ferðin sem beðið hafði verið eftir.  Mamman, ásamt Hálfdáni Helga, Hjördísi Önnu og Matthíasi Davíð í samfloti við Hjördísi ömmu og Hálfdán afa, lögðu land undir fót í byrjun júlí.  Förinni var heitið til Önnu systir/frænku í Lyngby.  Pabbinn hafði ákveðið að halda sig heima á Íslandi með Magnús Hinrik.  Ferðin gekk vel og Anna tók fagnandi á móti okkur á flugvellinum.  Mamman og Hjördís Anna fóru með lestinni til Klampenborg þar sem Palli pikkaði okkur upp og ferjaði heim í Önnu hús.  Heimsins besta lasagna var í ofninum, þegar Matthías tekur allt í einu hræðilegt grátkast, heldur um eyrun, liggur, öskrar og veltist um af sársauka.   Við vissum ekki hvað hafði gerst og veltum fyrir okkur hvort hljóðhimnan hefði sprungið eða jafnvel hvort hann hefði verið stunginn af flugu.  Matthíasi, sem sjaldan kveinkar sér, var greinilega hræðilega illt.  Ég og Anna förum með hann á læknavaktina á Gentofte hospital.  Þar kemur í ljós að Matthías er með heiftarlega eyrnabólgu, svo mikla að inni í eyranu sést mikil bólga og farið að blæða.  Eyrnabólgan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, því þessi eyrnabólga hafði ekki komið á örfáum klukkutímum.  Eyrnabólgan hafði greinilega verið að grassera einhvern tíma, en Matthías sem hefur orðið MJÖG háan sársaukaþröskuld hafði ekki einu sinni kveinkað sér.  Líklega hefur flugferðin eitthvað gert til að hann fann meira fyrir.  Ótrúlega urðum við systur hissa, en Matthías fékk sýklalyf og allt í gúddí eftir það. 

Það eru mörg ár síðan við höfum verið svona heppin með veður í Danaveldi, en við fengum sól á hverjum einasta degi og hitinn eins og á fínustu sólarströnd.  Það varð að passa vel upp á Matthías, því hann þornar meira upp í svona miklum hita og komu dagar þar sem hann pissaði lítið, þrátt fyrir næringuna.  Börnin 7 og 5 ára fengu nú að upplifa strönd í fyrsta skipti á ævinni.  Matthías hefur hingað til, alltaf verið með legg og þar af leiðandi ekki mátt fara í sjóinn, og þess vegna hafa hin heldur aldrei farið Wink.  Með tilkomu brunnsins, þá breyttist þetta og nú er ströndin fyrir alla!.  Börnin sem aldrei höfðu farið á strönd fengu kennslustund hjá Önnu frænku í strandferðum, byggja sandkastala, busla í sjónum og meira að segja keyptur uppblásinn höfrungur til að sigla á í sjónum.  Þau voru nú fljót að læra þetta allt saman, enda einstaklega vel gefin börn Wink.

Mamman hafði verið pínulítið stressuð að vera ein á báti með brunninn og næringuna, en vissi þó að hjá Önnu systur væri líklegast eini staður á jarðríki sem mamman gæti örugg farið ein með ungan sinn.  Anna systir er nefnilega ofurhjúkka á vökudeildinni á ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn og hún hefði nú reddað því ef eitthvað hefði komið upp á.  Allt gekk þó eins og í sögu og mamman bara nokkuð ánægð með sig Grin

Anna systir hafði fengið gefna 4 miða og 4 dagpassa í Tívolí og þangað var haldið.  Það var ákveðið að mamman myndi skella á sig einu armbandinu og fylgja börnunum í tækin.  Það er orðið ansi langt síðan ég hef farið í tívolítæki, hef látið aðra sjá um þann pakka.  Þetta var nú bara doldið skemmtilegt, svona þegar ég var búin að hrista af mér mestu hræðsluna eftir Parísarhjólið, þar sem mamman næstum öskraði kvöss á ungana „viljiði halda ykkur í“ og forðaðist að líta niður, á meðan krökkunum fannst þetta hin besta skemmtun og bara frábærlega gaman að horfa niður.  Rússíbani, sjóræningjaskip og allskyns trillitæki voru tekin í nefið. Stærsta breytingin er sú að nú geta tvíburarnir farið saman í tækin, orðin nógu stór og mamman var félagsskapur Matthíasar sem vantar 15 cm upp á í hæð, til að mega fara einn í tækin.  Ótrúlegt, litlu börnin mín bara orðin nógu stór til að fara ein í tæki!

Dýragarðurinn var auðvitað heimsóttur, sem og H og M, leikvöllurinn og mikið leikið í garðinum hjá Önnu.  Að vanda lét íkorninn Rauðtoppur sig hverfa, þegar börnin úr Ólátagarði mættu á svæðið, en íkornarnir eru víst orðnir tveir og miklar pælingar um hvað hinn eigi nú eiginlega að heita.  Frábær tími í Danmörkunni. 

Að endingu klikktum við út á flugvellinum, þar sem Matthías gerði tilraun til að klessukeyra bílinn hennar Önnu frænku.  Við systur vorum að taka töskurnar úr bílnum, þegar bíllinn fer allt í einu að renna.  Ég hleyp að framhurðinni og ríf hana upp og toga í handbremsuna, en í framsætinu situr Matthías Davíð, sem líklegast hefur tekið bílinn úr gír.  Sem betur fer vorum við á jafnsléttu bílastæði, en ekki td. heima hjá Önnu þar sem er brekka.  Matthíasi var auðvitað mjög brugðið, en litli grallarinn minn lætur sér þetta vonandi að kenningu verða og reynir vonandi ekki að keyra bíl aftur, fyrr en hann er orðinn allavegana 17 ára.

Jæja, þetta gengur ágætlega hjá mér að skrásetja ferðasögur, svo maður muni nú eitthvað...Whistling

kveðja, lokk og lól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábært og sniðugt að skrásetja ferðirnar, gaman að heyra hvað þið hafið brallað. Greinilega frábær ferð hjá ykkur í Danmörkinni

 Nú bíður maður bara spenntur (eða ekki ) eftir framhaldi.... Hver fær eyrnabólgu í næstu ferð??? Hún virðist ætla að elta ykkur í fríinu.

Bestu kveðjur. Bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 01:04

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já, mínar ferðir eru ekki alveg jafn margar og þínar Bryndís mín, svo það er kannski auðveldara að skrásetja ;) haha já eyrnabólga virðist elta okkur þetta sumarið...einmitt svaka spenna hvort eyrnabólgi dúkki upp í næstu ferð...;)

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 7.8.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband