Margt og mikið, eins og hvað...

Vaknaði klukkan 4 á laugardagsnóttu fyrir rúmri viku síðan.  Matthías litli vakti mömmu sína, sem rauk á fætur.  Honum var svo hræðilega illt yfir brunninum. Mamman fattaði strax hvað hafði gerst, því við höfðum lent í þessu einu sinni áður.  Þá hafði hann reyndar verið vakandi, svo óhappið uppgötvaðist mun fyrr og skaðinn því minni.  Það sem gerðist var að nálin, sem sett er í brunninn hafði losnað og næringin (í æð) rann undir húð í stað þess að fara á réttan stað, inn í brunninn og í æðakerfið. 

Mamman reif plásturinn upp og reif nálina úr.  Svæðið kringum brunninn leit út eins og silikon brjóst og Matthíasi var hræðilega illt.  Það sem verður að gera er að „flössa“ í brunninn (skola með saltvatni og láta heparin (blóðþynningu) liggja í brunninum), til að hann stíflist ekki.  Til þess að „flössa“ þurfti að stinga aftur, en nú voru góð ráð rándýr, því svæðið var náttúrulega uppblásið af næringu og helaumt, svo aumt að ekki mátti snerta og mjög erfitt að þreyfa brunninn og maður stingur ekki bara blint. Ef ekki er „flössað“, þá stíflast brunnurinn og það kostar aðgerð og nýjan brunn. 

Mamman hringir upp á Bráðamóttöku, þaðan á barnadeild, og bíður að lokum eftir símtali frá lækni.  Í raun vissi enginn hvað ætti að gera, því þetta er svo sem ekki algengt vandamál, enda fáir sem eru með næringu í æð að staðaldri hér á Íslandi.  Hugmynd um að gefa honum róandi, svo hægt væri að stinga, varð ofan á.  Einum og hálfum tíma eftir að ferlið fór í gang vorum við komin upp á Bráðamóttöku (var orðin ansi stressuð að liðinn væri of langur tími og brunnurinn væri stíflaður), og Matthías orðinn vel ölvaður af róandi lyfi, umkringdur einum sérfræðingi, öðrum lækni og þremur hjúkrunarfræðingum, þá stakk Matti (stóri) í brunninn og vann sér inn rokkprik næturinnar.  Eins og ég hef áður nefnt, þá er það nefnilega færri en fleiri í þessum bransa, sem kunna að stinga í lyfjabrunna. 

Síðast þegar þetta gerðist, þá var Matthías vakandi, svo miklu minna magn hafði runnið undir húð, svo þá gerðum við þetta bara heima, stungum hann ódeyfðan í brunninn til að „flössa“.  Var náttúrulega hræðilega vont fyrir litla manninn, en hann fær nú flesta rokkhunda til að líta út eins og hvolpa, þessi 5 og hálfs árs ofurrokkari.  Ofurölva ofurrokkarinn Matthías hélt svo til síns heima, þegar kominn var morgun og má segja að systkinin hafi heldur betur verið hissa, þegar þau vöknuðu og allir voru komnir á fætur og Matthías sagði þeim drafandi frá ferðalagi næturinnar.

Allt fór þó vel og engar eftirstöðvar þannig, en næringin er svo ætandi að það þarf að fylgjast með svæðinu og að ekki komi drep í húðina.  Pirra mig nefnilega enn í dag á því þegar fólk segist hafa verið með, eða að einhver hafi verið með...næringu í æð, þegar það lendir inni á spítala og fær vökva (sykur og sölt) í litla nál.  Næring í æð verður að fara í gegnum legg eða brunn, því næringin í æð étur upp litlu æðarnar eins og skot.  Veit ekki afhverju ég pirra mig á þessu, því í rauninni skiptir það nákvæmlega engu máli.  Já það er svo margt skrýtið í kýrhausnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að litli kútur þurfti ekki að fá nýjan brunn. Það hefði verið ömurlegt. Ég hef aldrei lent í þessu að næringin fari undir húðina, enda er ég ekki með brunn heldur legg. Ég hef hinsvegar lent í því að annað ''lúmenið'' stíflaðist því það gleymdist einu sinni að ''flössa'' legginn með Heparin. Mamma fattaði það síðan 3 tímum eftir að ég var aftengd en það var of seint. Hún er reyndar núna að kenna mér að aftengja mig sjálf svo að ég sé ekki eins háð henni lengur þegar næringin klárast. Það er voða þægilegt :)

Ég er alveg sammála þér með þegar fólk segist hafa verið með næringu í æð þegar það lendir inn á spítala (fær sem sagt vökva). Einhvernveginn fer það líka rosalega í taugarnar á mér því það má alls ekki gefa næringu í litlar æðar út af sykrinum. Svo eru líka mjög fáir sem fá svona næringu. En eins og þú segir skiptir þetta svo litlu máli.

Ég vona að húðin verði í lagi hjá Matthíasi eftir þetta. Ég vona líka að þrátt fyrir þetta gangi allt vel hjá ykkur :)

kv. Sóley

Sóley (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 16:44

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Það er svo ótrúlega magnað að lesa kommentin þín, því þú veist svo nákvæmlega hvað ég er að tala um (finnst stundum eins og ég sé að tala arabísku við fólk :))! Matthías var samt alveg vikuna að jafna sig eftir þetta, svona orkulega séð en húðin slapp. Vá, hvað ég get ýmindað mér að mamma þín hafi fengið sjokk, þegar þetta uppgötvaðist með heparinið, þó svo maður sé farinn að gera þessa hluti, næstum í svefni, þá er ég alltaf stressuð að maður geri einhver mistök, það er svo mikið í húfi og þetta er í rauninni doldið stórt mál að vera með næringu í æð heima hjá sér. Fyrir 10-15 árum hefðuð þið, þú og Matthías verið inni á deild í hvert sinn sem þið eruð tengd við dæluna. Þannig að við hefðum hér um bil flutt inn á Barnadeild. Frábært að þú sért farin að aftengja sjálf...líka hlutur sem ég hef hugsað mikið um, "á hann eftir að geta gert þetta allt sjálfur" :)

...og frábært að við séum þá tvær um að láta þetta fara í taugarnar á okkur ;) Hálf þjóðin hefur nefnilega fengið einhverntíman vökva í æð, en næringin er svo allt annar pakki :)

Bestustu kveðjur (er alltaf að bíða eftir nýja blogginu þínu, og hvað það var sem gerðist eftir aðgerðina og nýja legginn)

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 27.6.2010 kl. 09:18

3 identicon

Mér finnst einmitt líka gaman að lesa bloggið þitt þar sem ég er í mjög svipaðri stöðu. Mér finnst það líka eins og ég sé að tala allt annað tungumál við fólk þegar ég er að reyna útskýra þetta allt saman fyrir það. Mamma er reyndar hjúkrunarfræðingur en hún var ólétt og leið eitthvað rosalega illa þegar leggurinn stíflaðist þannig að hún var ekki alveg að hugsa. Ég fattaði þetta heldur ekki sjálf :/. Hún var auðvitað í sjokki þegar þetta gerðist enda ekki vön að gera svona mistök. En þetta reddaðist, ég notaði bara ''lúmenið'' sem var ekki stíflað (var með tvö).

Mér finnst þú rosalega dugleg að sjá alveg um næringuna hjá Matthíasi! :) Ég veit að mömmu finnst það stundum erfitt, enda mikið álag á fjölskylduna. Ég var einu sinni með annan hjúkrunarfræðing til þess að gera þetta (aftengja mig og tengja mig), bara til að prófa hvort að það væri minna álag á mömmu, læknrinn minn vildi sjá hvort að mömmu mundi líða betur við það.

Ég var einmitt að hugsa það sama og þú, að ef þetta væri fyrir mörgum árum þyrftum við Matthías örugglega búa á spítalanum alltaf þegar við þyrftum að vera tengd við næringuna. Það er nefnilega mikið mál að vera með svona heima.

Matthías á örugglega eftir að geta gert þetta sjálfur þegar hann verður eldri :). Nýtt blogg er á leiðinni hjá mér, er að skrifa það eins og er ;)

Bestu kveðjur til ykkar! :)

Sóley (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 18:08

4 identicon

Gaman að heyra ykkur tvær ( Áslaug og Slóley) skiptast á reynslupakka  og skoðunum, báðr búnar og reyna sitt hvað. En þið eruð báðar allveg rosalega duglegar svo ég tali nú ekki um litla manninn hann Matthías, sá tekur þetta á góða skapinu, en ég hef tilgátu þetta með góða skapið, hann þekkir ekkert annnað og svo þegar allt er i lagi þá líður honum svo vel að allt annað er aukaatriði fyrir hann. Gangi ykkur vel. kv Helga frænka.

Helga Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband