Mamma...stingdu mig!

Stingdu mig mamma!... sagði Matthías, sem var á hraðferð.  Held að mjög fáar mömmur hafi heyrt þessa setningu frá barninu sínu.  Skemmst frá því að segja, að þessi mamma er útskrifuð í að stinga í lyfjabrunna, sem gerir mömmunni kleyft að stinga af til Danmerkur í sumar ásamt þríeykinu, Hálfdáni Helga, Hjördísi Önnu og Matthíasi Davíð.  Djókaði nú aðeins með (af því ég er alltaf svo sniðugCool), að mér fyndist ég nú eiga að fá skírteini frá heimahjúkrun, sem á stendur „hefur leyfi til að stinga í lyfjabrunna“.  Eins og með svo margt í lífinu, sem maður heldur að sé erfitt og var ég heldur betur búin að mikla þetta stórkostlega fyrir mér, að þá gekk þetta nú bara vel.  Eiginlega var mesta vesenið að troða mér í sterilu hanskana án þess að snerta neitt (því allt þarf að vera fullkomlega sótthreinsað), en tókst alltaf að hitta ofan í brunninn 7-9-13.  Þannig að ef ykkur vantar aðstoð, þá vitiði hvert þið getið hringt og ég mæti með nálina að vopni.  Gáfum hvort öðru „high five“ mamman og Matthías, Denmark here we comeInLove!  Mjög merkilegt að sjá Matthías vaxa upp með þessari dælu og næringu í æð.  Nú er hann td. farinn að vefja snúruna fínt upp, þegar hann er tengdur og röltir svo með statífið með dælunni á, á milli herbergja (maður fylgist þó vel með, hann er ekki orðinn svo stór), fyrir honum er þetta allt saman bara eðlilegur hluti af lífinu...já, mamma! Stingdu mig!

Magnús Hinrik vex og dafnar og er alltaf jafn mikið rólyndis barn (hef bara aldrei vitað annað eins).  Hér fá allir að sofa allar nætur og á daginn brosir hann, hjalar og spriklar.  Hann er eiginlega að vaxa upp úr vöggunni, rosalega stinnur og flottur og heldur haus eins og ekkert sé.  Systkinin eru voða dugleg að spjalla við hann og „hjálpa“ til, kannski pínu of.  Þau gera sér enga grein fyrir að allar hreyfingarnar eru ómeðvitaðar né það að mamman skilur heldur ekkert í þessu sérstæða tungumáli ungabarnsins.  Mamma! Hann kveikti bara sjálfur á spiladósinni (rak löppina í takkann), mamma! Hann ætlaði að borða á mér hárið!, Mamma! Hvað er hann að segja?...þetta er örugglega erfiðasta tungumál í heimi, segja systkinin... og því er mamman fullkomlega sammála. Eiginlega alveg ótrúlegt að maður finnur ekki fyrir afbrýðisemi gagnvart honum, eða svona næstum engri.  Mamma (amma Hjördís) sagði einhverntíman við Matthías „Magnús Hinrik er svo sætur að ég ætti kannski að taka hann bara með mér heim“, þá svarar Matthías „já!taktu hann bara“!  Litli ofurprinsinn finnur örugglega fyrir því að hann er ekki yngstur lengur, þó hann sé svakalega stoltur að vera „stóri“ bróðir.

Já, lífið er yndislegt, við fengum aldrei neitt loforð um að það yrði aldrei erfitt, enda þekkjum við ekki gleðina ef við kynnumst ekki sorginni.  Ég hef ákaflega takmarkaðan áhuga á rannsóknarskýrslunni sem virðist vera það eina sem skiptir máli í þjóðfélaginu í dag.  Auðvitað þarf að taka all verulega til, það vita allir.  Mannskepnan er og verður ófullkomin í fullkomnun sinni og þess vegna er stórkostlegt að á sama tíma og við mennirnir þykjumst hafa einhverja stjórn á hlutunum, þá lætur móðir jörð vita af sér, eldgos, sem engin mannleg vera getur komið böndum á.... Nei! við getum ekki stjórnað öllu og þannig er það! Já, sælir eru einfaldir og mér finnst það bara alveg ágætt.

Knús til þín frá mér,

Kveðja, Áslaug  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt kvitt. Gaman að fylgjast með :-)

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 20:39

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Gott, gott, Þóra mín :) ...finnst líka svo gaman þegar einhver kvittar :)

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 28.4.2010 kl. 08:05

3 identicon

Bíð alltaf spennt eftir nýjum pistli frá þér Àslaug mín:)  knús 

Kristin Anna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 17:14

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Gott að einhver hefur gaman að bullinu í mér :) Risaknús

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 29.4.2010 kl. 09:15

5 identicon

Mér finnst þetta mjög góð grein hjá þér hefði helst vilja senda þetta áfram á blöðin. kv Helga systir

Helga Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband