Ég verð pottþétt aldrei bankastjóri

Þetta  hafði staðiðtil lengi, en loksins rann dagurinn upp. Þau merku tímamót urði að risaeðlan Áslaug borgaði reikninga íheimabankanum.    Ég hef forðast þettafyrirbæri árum saman og í hvert skipti sem ég heyri  „þú millifærir bara á mig“ eða „þetta birtistí heimabankanum þínum“ finn ég hnút í maganum og hugsa „ohh!“Devil.  Ég hef átt margar umræður um þetta við góðavinkonu mína, sem á tímabili hótaði að mæta heim til mín, setja mig fyrirframan tölvuna og kenna mér á þetta, en alltaf tókst mér að losna undan.  Matti var fyrir margt löngu búin að gefastupp á að reyna að fá mig til að reyna þetta heimabanka dæmi, en hefur þess ístað tekið að sér bókhaldarastarf, sem felur í sér öll samskipti við herraheimabanka. 

Ég held að málið sé ekki aðég sé svona sjúklega vitlausBlush að ég geti ekki lært þetta, held þetta flokkistfrekar undir einhvers konar fælni og þrátt fyrir að allir segi mér hvað þettasé þægilegt, þá finnst mér þetta stórkostlegt vesenSleeping.  Þannig að í hvert sinn sem einhver gerir mérþennan frábæra greiða „þú bara millifærir á mig“ eða „þetta birtist íheimabankanum“, þá þarf ég að muna (sem er annað stórt vandamál) að setjabókhaldar heimilisins í málið, og slíkt á til að gleymast. 

Nú jæja, aftur að þessum merkilega degi.  Bókhaldarinn sagði upp störfumAngry! Plantaði mérfyrir framan tölvuna og ég er ekki að grínast, ég vissi ekki einu sinni hverfyrsta aðgerðin var.  Ég horfði tómumaugum á Matta sem sagði „hvað heitir bankinn þinn?“, eftir smá umhugsun, mundiég það nú (ég veit, þetta hljómar eins og það vanti margar blaðsíður í hausinná mér, sem gerir örugglega).  Sló innnafnið á bankanum og í hvert sinn sem ég átti að ýta á takka eða vita eitthvaðleyniorð, þá horfði ég jafn tómum augum á bókhaldara heimilisins.  En það tókstWizard og ég borgaði tvo heilareikninga.  Þetta var ekkert svohræðilegt, jafnvel bara pínu ánægð með migCool. Nú þarf ég bara að slá til og reyna þetta sjálf án eftirlits. Vonandi ogkannski líklega fæ ég næst engan hnút í magann og „ohh“ tilfinningu, þegareinhver býður mér að, endilega bara að millifæra þetta.  Ég held ég sé bara í eðli mínu einhvers konarTorfhildur í torfkofanum, sem sér ekkert athugavert við að mæta bara í bankannef með þarf og láta gjaldkerana þar vinna fyrir laununum sínum.

Þá er bara næst að þora að taka skrefin alla leið aðhraðbankanumPinch, sem er nú annað fyrirbæri sem lætur mig fá hnút í magann og „ohh“tilfinningu, sérstaklega þegar maður er í útlöndum og þarf að eigalausafé.  Hef hingað til átt ferðafélagasem er ekki hræddur við hraðbanka og eða sjálf fundið mér venjulegan banka.  Svo segja mér menn og konur að það sé ægilegasniðugt að versla alls kyns dót, sem manni bráðvantarWink, á netinu, það á ég líkaeftir að prófa.

Annars bara stemning á bænum og endilega ef þú ert ístuði, þá máttu biðja um lagið mitt „happy family“ á rás tvö, senda tölvupósteða hringja...mér finnst nefnilega svo gaman að heyra það í útvarpinuGrin.

Knús og kveðja

Torfhildur risaeðlaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband