Nýtt lag "Happy family"

Jæja elskan, heldurðu að kerlingin sé bara ekki búin að senda frá sér nýtt lag.  Lagið var frumflutt í morgun á rás 2, í þættinum H og M.  Lagið heitir „Happy family“ og er ákaflega hressandi dixieland þræla-söngur.

Það var einhverntíman í haust sem ég sat við píanóið og var að glamraWhistling.  Lagið sem var að fæðast var í ætt við negrasálm og var það áttin sem ég ætlaði að fara í.  Í stað hinna svörtu þræla úr fyrndinni, þá þróaðist textinn í að verða um hina íslensku þræla dagsins í dag... ætlaði svo sannarlega ekki að fara að semja eitthvað kreppulag.   Að vinnu lokinni, spilaði ég lagið fyrir Matta, sem heyrði fyrir sé dixie með klarinetti, básúnu og öllum pakkanum.  Gaman hvernig lítil hugmynd að lagi getur snúist í óvænta átt, já alltaf skemmtilegt.LoL

Að venju þá þrælaði ég nokkrum af mínum frábæru vinumInLove í spila inn fyrir mig.  Þrælarnir í þetta sinn eru þeir:  Freyr Guðmundsson á trompet og kór, Ingólfur Magnússon á bassa, Jón Geir Jóhannsson á trommur, Matthías V. Baldursson á klarinett, tenor saxafón og kór, Þorvaldur Ólafsson á básúnu og kór, Þröstur Jóhannsson gítar, kór, upptökur og mix.  Ég gaula lagið, syng bakraddir og lag og texti eru eftir hana mig.  Áslaug Helga og dixieþrælarnir hljóma svo efst í spilaranum hér við hliðina, ef þú ýtir á „play“.  Ákaflega hressandi.Wink

Knús og kveðja, ÁslaugHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Til hamingju með nýja lagið, já og nafnið á drengnum. Lagið er flott og nafnið á Magnúsi magnað!

Kíki í kaffi von bráðar. 

... er Magnús annars ekki bara eins og öll hin?

:) ... smá djókur bara ...

Þráinn Árni Baldvinsson, 19.2.2010 kl. 23:05

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Takk fyrir Þrási minn,...jú Magnús Hinrik er alveg eins og hin ;) Samt pínu fyndið að nú er fólk hætt að sjá svipi af foreldrunum, nú er það systkina svipurinn. Sami munnur og Hjördís Anna, sami augnsvipur og Hálfdán Helgi o.s.frv. eins og við foreldrarnir höfum ekki haft neitt með málið að gera.

Hlakka til að fá þig í kaffi minn kæri vinur. Væri líka gaman að gutla saman einhverjum hljómum við tækifæri ;)

(ps. Þú nærð ennþá barni á árinu 2010, til að vera memm, hihihi)

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 20.2.2010 kl. 11:41

3 identicon

Flott lag Àslaug mín og frábær söngur

Kristin Anna Einarsdottir (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 20:25

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Takk fyrir Anna mín :)

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 23.2.2010 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband