8.2.2010 | 14:29
Skírn
Lilli litli er búinn að fá nafn og var skírður Magnús Hinrik á laugardag 6. febrúar í Lindakirkju af séra Guðmundi Karli. Anna systir hélt á honum undir skírn og skírnarvottar voru ömmurnar, Hjördís og Gunna. Miklar vangaveltur höfðu verið um nafngiftina. Þar sem öll börnin heita nöfnum sem tengjast fjölskyldunni, þá lá beinast við að skoða nöfn innan hennar. Nokkrum nöfnum var velt upp og svo borin undir börnin á heimilinu, sum fengu þvert... NEI! Eða jafnvel... OJjj! Tvö nöfn voru allir sammála um að væru góð og úr varð Magnús Hinrik.
Magnús, eins og móður afi minn, Magnús Víglundur Finnbogason fæddur 23.10.1902 við Heklurætur í Skarfanesi í Landeyjum, dáinn 04.01.1994 í Reykjavík. Íslenskufræðingur og íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík og gallharður Sjálfstæðismaður. Hinrik eins og langafi Matta í föðurætt, Hinrik Benedikt Jónsson fæddur 26.07/14.06 (ekki viss hvor dagsetningin er rétt) 1885 í Fögruhlíð á Eskifirði, dáinn 11.06.1975 í Hafnarfirði. Sjómaður á Melstað á Búðum í Fáskrúðsfirði og í Vestmannaeyjum, og flínkur harmonikkuleikari, en Hinrik er af ætt Richards Long verslunarstjóra í Reyðafjarðarkaupstað.
Magnús Hinrik er stórt nafn á litlum manni. Nafnið Magnús er úr latínu, og þýðir mikill og nafnið Hinrik er úr þýsku: Heinrekur, og merkir: sá sem er valdamikill heima (á örugglega eftir að taka völdin hér á bæ). Lilli litli stækkar nú örugglega samt fljótt upp í þetta stóra nafn, sem mömmunni finnst sóma ráðherra, nú eða íslenskufræðingi og kennara eins og Magnús langafi hans, eða sjómanni og nikkuleikara eins og Hinrik langalangafi Magnúsar Hinriks var. Nú eða bara eins og draumur hverrar móður, að barnið verði heilsuhraust og hamingjusamt (oh, væmin). Við nánari athugun fann mamman að einungis tveir bera nafnið samkvæmt þjóðskrá.
Skírnarathöfnin var yndisleg og fluttir voru sálmar af systkinum og mömmunni við undirleik föðurins og fjölskyldan tók undir söng úr sætum sínum. Frumflutt var lag eftir pabbann, sem lék á saxann við undirspil móðurinnar. Þegar tvíburarnir voru skírð, þá samdi Matti lag sem heitir Double or nothing og var flutt í skírninni þeirra. Einu og hálfu ári seinna fæddist Matthías Davíð og þá samdi Matti ups I did it again af því tilefni. Matti er mjög oft spurður hvað áttu eiginlega mörg börn? og svarið er alltaf það sama.. ég er löngu hættur að telja!, svo Magnús Hinrik fékk lagið Hættu að telja, þetta er ég! (vonandi get ég sett inn vídeó af því fljótlega). Í skírnarveislunni sáu svo systkinin og ein frænka um að halda litla tónleika, þar sem hver spilaði eitt lag á sitt hljóðfæri. Hálfdán Helgi og Matthías Davíð sáu um töfrabrögð, og krakkahópurinn setti svo upp leiksýningu. Veislugestir fengu því ókeypis tónleika, leiksýningu og töfrasýningu. Ótrúlega skemmtilegt !
Þá er blogg sem átti að verða örfáar línur um að búið væri að skíra Lilla litla orðið að allt of langri romsu, en eins og ég hef oft sagt, þá er þetta fínasta dagbók til að muna hluti, í beinni á veraldarvefnum. Greinilegt að mín er í fæðingarorlofi þar sem færslurnar hrúgast inn, allavegana svona miðað við síðustu mánuði.
Knús, knús eða kús, kús og auðvitað kveðja, Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- sax
- metal
- thoragudmanns
- sibbulina
- ragnaremil
- fjolan
- benjonikla
- siggav
- ingvarvalgeirs
- peturorn
- nesirokk
- saxi
- ktomm
- gudnim
- jakobsmagg
- ivg
- swiss
- millarnir
- fjola
- hjolaferd
- smarijokull
- kristmundsdottir
- joningvar
- hogmogskhihollandi
- judas
- hallurg
- bless
- josi
- hofi
- gunnarfreyr
- ingo
- olafurfa
- saethorhelgi
- steinibriem
- charliekart
- gunnarpalsson
- gossipp
- handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með Magnús Hinrik. Þetta er mjög fallegt nafn :0) Kysstu alla frá okkur héðan úr Atlanta :0)
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir, 13.2.2010 kl. 17:04
Takk fyrir Þóra mín. Kyssi alla og kysstu þitt lið til baka frá mér. Myndin með jólakortinu af genginu saman í stiganum er ekkert smá krúttleg :) Hvenær er svo von á Íslandsferð hjá ykkur Ameríkubúum? Knús í Amerískt hús!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 14.2.2010 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.