3.2.2010 | 14:45
Lífið er lotterí
- Komnar 2 vikur síðan Lilli litli fæddist. Tvær vikur sem hafa gengið voða, voða vel. Lilli litli sefur og Lilli litli borðar, Lilli litli pissar og Lilli litli kúkar. Ég hef heyrt um svona börn, en aldrei átt svona barn. Lítið ljós, sem er (enn allavegana) voða rólegur og góður. Þrátt fyrir að allt gengur vel þá þarf maður að berjast við innan í manni stressið. Út af Matthíasi og af því engin veit hvað er, né hvað veldur, þá hefur maður sett upp röntgengleraugun á Lilla litla og bleyjurnar hans. Hvert smáatriði grand skoðað, hlutir sem maður hefði ekki einu sinni pælt í með tvíburana en veltir sér upp úr með Lilla litla td. Lilli litli viktaður daglega, skoðað hvernig bleyjan lítur út og smá panik ef það koma tvær í röð ... Ég veit doldið klikk, en svona verður maður. Eftir þessar fyrstu tvær vikur, þá lítur samt allt út fyrir að vera í lagi, Lilli litli kominn vel yfir fæðingarþyngd, lítur vel út og braggast. Á þessum tíma, tveggja vikna, var Matthías búinn að léttast um hálft kíló og hann lenti inni á spítalanum við Hringbraut í fyrsta sinn. Óhjákvæmilega, þá er maður alltaf í samanburði. En eins og ég sagði, allt lítur vel út, sem er yndislegt. Ég held það sé bæði gott og slæmt að ég reikna ekki endilega með því lengur að í lífinu sé allt í blóma, að börnin mín, ég eða fólkið í kringum mig séu ævinlega heil heilsu og allt gangi eins og smurð vél. En maður þakkar fyrir hvern dag sem öllum líður vel og lífið gengur sinn vanagang í hversdagsleikanum eins og lítið ævintýri. En ef allt fer eins og áhorfir, þá getur verið að þetta sé barnið okkar sem þarf að passa að missi sig ekki í kexskúffunni.
- Talandi um Matthías minn, þá er hann byrjaður að fara 3x í viku í ljós í fylgd Helgu frænku og fer svo á kaffihús á eftir. Ég hafði á orði að hún þyrfti eiginlega að fara með hann fyrst í ræktina, svo ljós og svo á kaffihús, ekki beinlínis hefðbundin dagskrá hjá 5 ára gutta, meira svona eins og fullorðinn maður. Ljósameðferðin er liður í að hækka D-vítamínið í líkamanum, en enn og aftur mælist hann 12 (á að vera 45 og yfir), þrátt fyrir að fá D-vítamín á hverjum degi í töfluformi. Í haust mældist hann 26, sem styður þá kenningu að hann nýti sólarljósið yfir sumarið, enda braggast hann alltaf best þá. Núna hins vegar hafði hann lækkað aftur, enda miður vetur sem og hafði hann misst hálft kíló. Við höfðum minnkað næringuna í æð um einn poka (úr 4 á viku í 3) síðustu tvo mánuði, en það var greinilega ekki að ganga, svo nú er hann aftur kominn í 4 poka á viku.
Brunnurinn sem Matthías fékk í stað leggsins virkar vel og hann rosalega ánægður (kannski skiljanlega að vera ekki með slöngu hangandi út úr bringunni), þrátt fyrir að vera stunginn með nál í hvert sinn sem á að tengja hann við næringuna og dæluna. Verð víst að viðurkenna að ég er ekki enn farin að stinga Matthías, en Matti er orðinn algjör snillingur í þessu og gæti farið að halda námskeið í að stinga í lyfjabrunna (alls ekki á allra færi). Ég hef sagt að ég ætli að byrja að stinga þegar Lilli væri fæddur og daginn sem hann kom heim sagði Matthías mamma, þú stingur þá í kvöld....ætla nú samt að fá séns örfáar vikur í viðbót. Veit nákvæmlega hvað á að gera, en það er framkvæmdin sem er pínu erfið (stinga barnið með risa nál í húðina og hitta ofan í brunn sem er á stærð við fingurbjörg).
Ps. Lilli litli fær nafn á laugardag svo Lilli litli festist ekki endanlega á honum!
Kveðja og knús, Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- sax
- metal
- thoragudmanns
- sibbulina
- ragnaremil
- fjolan
- benjonikla
- siggav
- ingvarvalgeirs
- peturorn
- nesirokk
- saxi
- ktomm
- gudnim
- jakobsmagg
- ivg
- swiss
- millarnir
- fjola
- hjolaferd
- smarijokull
- kristmundsdottir
- joningvar
- hogmogskhihollandi
- judas
- hallurg
- bless
- josi
- hofi
- gunnarfreyr
- ingo
- olafurfa
- saethorhelgi
- steinibriem
- charliekart
- gunnarpalsson
- gossipp
- handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að allt gengur vel og væri sennilega óeðlilegt ef að þið væruð ekki pínu óróleg. Dóttlan búin að kíkja á ykkur en mig óneitanlega farið að klæja í puttana að fá að sjá "Lilla litla" í eigin persónu
Bryndís (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:54
Já þú verður að kíkja við fljótlega, skoða prinsinn og fá þér kaffisopa...það er nú ekki SVO langt að fara ;) Mín um það bil næstum alltaf heima, og verð næstu mánuði :)
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 4.2.2010 kl. 09:56
Gott að heyra að allt gengur vel :-)
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 17:55
Já, takk fyrir það Þóra mín, svo væri voða gaman að hitta þig og Hjört við tækifæri, ættum nú að geta hizt í "orlofinu", þegar ég og Lilli litli förum á stjá :)
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 4.2.2010 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.