Lilli litli

Lilli litli kom í heiminn að kvöldi 20 janúar, kl. 21.58, eftir 12 klst ferðalag.  Piltur var 3940 gr. sem gera nærri því 16 merkur og lengdin 52 cm.  Fyrr um daginn hafði ljósmóðir giskað á að barnið sem kæmi út væri um 3300 gr.  Nei, það var fjarri lagi,  „Lilli“ er sko enginn stubbur!

40 vikur og 4 dagar af óléttu.  Fæðing.  Brjóstagjöf.

Brjóstagjöf!  Efni sem er mér afar hugleikið þessa dagana.  Myndin af hinni fullkomnu móður er með barnið á brjósti.  Myndir og postulíns-styttur. 

Engin mynd og engin af fallegu styttunum sýna þó brjóst í yfirstærðum, svo stór og frístandandi að sérhver lýtalæknir með sílíkonpúðana  í hendi, beygir sig af lotningu.  Dolly Parton hvað? Nema það má auðvitað ekki koma við, nema... æpa af sársauka.  Geirvörtu greyin bólgin og aum, sár á annarri, nei, heldur engin mynd eða stytta til af því (ekki sérlega söluvænlegt).  Paratabs og íbúfen saman í teymi, svo illt í brjóstunum að manni finnst eiginlega eins og maður sé að verða veikur.  Hvaða konur eru þetta eiginlega sem segja að brjóstagjöf séu eitt af því yndislegasta í umönnun ungbarna.  Nei, klárlega hlýtur það að vera enn ein mýtan um konur… eins og myndir og styttur!

Gæti líka minnst á óléttu, hina blómstrandi eða ljómandi,   fallegu ófrísku konuna, með lappir eins og fíll af bjúgsöfnun, kjagandi eins önd af grindargliðnun þ.e. ef henni tekst að standa á fætur.  Já, falleg er hún ólétta konan.  Nú eða fæðingin, yndisleg! Leið eins og eftir 3 falda J.Joplin tónleika...já öskrin voru bara látin vaða, gott að nota gasgrímuna sem hljóðkút.  Nei, þetta voru hvorki hvatningar né gleði hljóð.  Nei þetta var vont!  Meira að segja... mjög svo ógeðslega vont!

Nú hljómar þetta eins og þetta sé allt saman ömurlegt.  Svo er þó ekki, því verðlaunin eru þau bestu í heimi.  Yndisleg, svo hrein og falleg, auk allra fallegu orðanna sem ég kann og meina frá dýpstu hjartarótum.   En að koma barni í heiminn er ekki eintóm sæla.  Nei, það er vinna, vinna sem við konur leggjum fúsar á okkur fyrir stóru, fínu, bestu verðlaunin...  Barnið!

Með ást í hjarta, knús í krús og kveðju, mamma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afrakstur vinnunnar - búin að koma því fjórða í heiminn  RESPECT!  :)
Tek undir hvert einasta orð hjá þér varðandi meðgöngu og brjóstagjöf.
Bættu svo vænu hormónaflippi ofan á allt saman og allar fallegustu móðurímyndir fljúga út um gluggann. 

Berglind Rúnars. (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 16:09

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Takk fyrir Berglind mín. Já nákvæmlega "hormónaflippið" hvernig gat ég gleymt! En svona er móðir náttúra sniðug, maður er svo fljótur að gleyma (enda myndi engin kona annars eignast fleiri en eitt barn). ...Ætli það sé þá ekki þannig að þær konur sem eignast mörg börn eru enn gleymnari en þær sem eignast færri ;)

Verð svo auðvitað að bæta klassíkinni við..."á ekkert að vera memm í barneignum á árinu"? :) Bestu kveðjur og vonast til að sjá ykkur í kaffi við tækifæri.

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 31.1.2010 kl. 11:47

3 identicon

 Takk. Ég var einmitt ekki heldur þokkafulla ólétta konan sem geislaði af gleði (þyngdist um 35 kíló, eitt gangandi pirrað og grenjandi bjúgfjall). Ekki gaman.

Fæðingin var sko klárlega ekki eins og í bíómyndunum og fyrstu dagarnir voru enn verr. Og það samræmdist ekki minni mynd af hinni nýbökuðu móður að þurfa að sitja á kút og pissa í sturtunni....

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 17:54

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Hehehe, mér finnst að sannleikurinn einmitt verði að koma í ljós varðandi þetta mál ;)... amerískar bíómyndir ljúga að okkur, svo þegar frá líður, þá fer maður að sjá þetta tímabil aftur í hyllingum alveg búin að steingleyma hvernig þetta er í ALVÖRUNNI :) Knús Þóra mín

ps. Hef einmitt ekki séð neina mynd né fallega postulínsstyttu af móður með litla barnið á brjóstinu, sitjandi á kút eða pissandi í sturtunni, alveg ótrúlegt en satt (þær myndu kannski ekki seljast mjög vel, veit ekki?) :)

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 4.2.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband