Færsluflokkur: Bloggar

Ég verð pottþétt aldrei bankastjóri

Þetta  hafði staðiðtil lengi, en loksins rann dagurinn upp. Þau merku tímamót urði að risaeðlan Áslaug borgaði reikninga íheimabankanum.    Ég hef forðast þettafyrirbæri árum saman og í hvert skipti sem ég heyri  „þú millifærir bara á mig“ eða „þetta birtistí heimabankanum þínum“ finn ég hnút í maganum og hugsa „ohh!“Devil.  Ég hef átt margar umræður um þetta við góðavinkonu mína, sem á tímabili hótaði að mæta heim til mín, setja mig fyrirframan tölvuna og kenna mér á þetta, en alltaf tókst mér að losna undan.  Matti var fyrir margt löngu búin að gefastupp á að reyna að fá mig til að reyna þetta heimabanka dæmi, en hefur þess ístað tekið að sér bókhaldarastarf, sem felur í sér öll samskipti við herraheimabanka. 

Ég held að málið sé ekki aðég sé svona sjúklega vitlausBlush að ég geti ekki lært þetta, held þetta flokkistfrekar undir einhvers konar fælni og þrátt fyrir að allir segi mér hvað þettasé þægilegt, þá finnst mér þetta stórkostlegt vesenSleeping.  Þannig að í hvert sinn sem einhver gerir mérþennan frábæra greiða „þú bara millifærir á mig“ eða „þetta birtist íheimabankanum“, þá þarf ég að muna (sem er annað stórt vandamál) að setjabókhaldar heimilisins í málið, og slíkt á til að gleymast. 

Nú jæja, aftur að þessum merkilega degi.  Bókhaldarinn sagði upp störfumAngry! Plantaði mérfyrir framan tölvuna og ég er ekki að grínast, ég vissi ekki einu sinni hverfyrsta aðgerðin var.  Ég horfði tómumaugum á Matta sem sagði „hvað heitir bankinn þinn?“, eftir smá umhugsun, mundiég það nú (ég veit, þetta hljómar eins og það vanti margar blaðsíður í hausinná mér, sem gerir örugglega).  Sló innnafnið á bankanum og í hvert sinn sem ég átti að ýta á takka eða vita eitthvaðleyniorð, þá horfði ég jafn tómum augum á bókhaldara heimilisins.  En það tókstWizard og ég borgaði tvo heilareikninga.  Þetta var ekkert svohræðilegt, jafnvel bara pínu ánægð með migCool. Nú þarf ég bara að slá til og reyna þetta sjálf án eftirlits. Vonandi ogkannski líklega fæ ég næst engan hnút í magann og „ohh“ tilfinningu, þegareinhver býður mér að, endilega bara að millifæra þetta.  Ég held ég sé bara í eðli mínu einhvers konarTorfhildur í torfkofanum, sem sér ekkert athugavert við að mæta bara í bankannef með þarf og láta gjaldkerana þar vinna fyrir laununum sínum.

Þá er bara næst að þora að taka skrefin alla leið aðhraðbankanumPinch, sem er nú annað fyrirbæri sem lætur mig fá hnút í magann og „ohh“tilfinningu, sérstaklega þegar maður er í útlöndum og þarf að eigalausafé.  Hef hingað til átt ferðafélagasem er ekki hræddur við hraðbanka og eða sjálf fundið mér venjulegan banka.  Svo segja mér menn og konur að það sé ægilegasniðugt að versla alls kyns dót, sem manni bráðvantarWink, á netinu, það á ég líkaeftir að prófa.

Annars bara stemning á bænum og endilega ef þú ert ístuði, þá máttu biðja um lagið mitt „happy family“ á rás tvö, senda tölvupósteða hringja...mér finnst nefnilega svo gaman að heyra það í útvarpinuGrin.

Knús og kveðja

Torfhildur risaeðlaHeart


Nýtt lag "Happy family"

Jæja elskan, heldurðu að kerlingin sé bara ekki búin að senda frá sér nýtt lag.  Lagið var frumflutt í morgun á rás 2, í þættinum H og M.  Lagið heitir „Happy family“ og er ákaflega hressandi dixieland þræla-söngur.

Það var einhverntíman í haust sem ég sat við píanóið og var að glamraWhistling.  Lagið sem var að fæðast var í ætt við negrasálm og var það áttin sem ég ætlaði að fara í.  Í stað hinna svörtu þræla úr fyrndinni, þá þróaðist textinn í að verða um hina íslensku þræla dagsins í dag... ætlaði svo sannarlega ekki að fara að semja eitthvað kreppulag.   Að vinnu lokinni, spilaði ég lagið fyrir Matta, sem heyrði fyrir sé dixie með klarinetti, básúnu og öllum pakkanum.  Gaman hvernig lítil hugmynd að lagi getur snúist í óvænta átt, já alltaf skemmtilegt.LoL

Að venju þá þrælaði ég nokkrum af mínum frábæru vinumInLove í spila inn fyrir mig.  Þrælarnir í þetta sinn eru þeir:  Freyr Guðmundsson á trompet og kór, Ingólfur Magnússon á bassa, Jón Geir Jóhannsson á trommur, Matthías V. Baldursson á klarinett, tenor saxafón og kór, Þorvaldur Ólafsson á básúnu og kór, Þröstur Jóhannsson gítar, kór, upptökur og mix.  Ég gaula lagið, syng bakraddir og lag og texti eru eftir hana mig.  Áslaug Helga og dixieþrælarnir hljóma svo efst í spilaranum hér við hliðina, ef þú ýtir á „play“.  Ákaflega hressandi.Wink

Knús og kveðja, ÁslaugHeart


Skírn

„Lilli litli“ er búinn að fá nafn og var skírður Magnús Hinrik á laugardag 6. febrúar í Lindakirkju af séra Guðmundi Karli.  Anna systir hélt á honum undir skírn og skírnarvottar voru ömmurnar, Hjördís og Gunna.  Miklar vangaveltur höfðu verið um nafngiftina.  Þar sem öll börnin heita nöfnum sem tengjast fjölskyldunni, þá lá beinast við að skoða nöfn innan hennar.  Nokkrum nöfnum var velt upp og svo borin undir börnin á heimilinu, sum fengu þvert... NEI! Eða jafnvel... OJjj! Tvö nöfn voru allir sammála um að væru góð og úr varð Magnús Hinrik. 

Magnús, eins og móður afi minn, Magnús Víglundur Finnbogason fæddur 23.10.1902 við Heklurætur í Skarfanesi  í Landeyjum, dáinn 04.01.1994 í Reykjavík.  Íslenskufræðingur og íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík og gallharður Sjálfstæðismaður.  Hinrik eins og langafi Matta í föðurætt, Hinrik Benedikt Jónsson fæddur 26.07/14.06 (ekki viss hvor dagsetningin er rétt) 1885 í Fögruhlíð á Eskifirði, dáinn 11.06.1975 í Hafnarfirði.  Sjómaður á Melstað á Búðum í Fáskrúðsfirði  og í Vestmannaeyjum, og flínkur harmonikkuleikari, en Hinrik er af ætt Richards Long verslunarstjóra í Reyðafjarðarkaupstað. 

Magnús Hinrik er stórt nafn á litlum manni.  Nafnið Magnús  er úr latínu, og þýðir mikill og nafnið Hinrik er úr þýsku:  Heinrekur, og merkir: sá sem er valdamikill heima (á örugglega eftir að taka völdin hér á bæWink).  Lilli litli stækkar nú örugglega samt fljótt upp í þetta stóra nafn, sem mömmunni finnst sóma ráðherra, nú eða íslenskufræðingi og kennara eins og Magnús langafi hans, eða sjómanni og nikkuleikara eins og Hinrik langalangafi Magnúsar Hinriks var.  Nú eða bara eins og draumur hverrar móður, að barnið verði heilsuhraust og hamingjusamt (oh, væminInLove).  Við nánari athugun fann mamman að einungis tveir bera nafnið samkvæmt þjóðskrá.

Skírnarathöfnin var yndisleg og fluttir voru sálmar af systkinum og mömmunni við undirleik föðurins og fjölskyldan tók undir söng úr sætum sínum.  Frumflutt var lag eftir pabbann, sem lék á saxann við undirspil móðurinnar.  Þegar tvíburarnir voru skírð, þá samdi Matti lag sem heitir „Double or nothing“ og var flutt í skírninni þeirra.  Einu og hálfu ári seinna fæddist Matthías Davíð og þá samdi Matti „ups I did it again“ af því tilefni.  Matti er mjög oft spurður „ hvað áttu eiginlega mörg börn?“  og svarið er alltaf það sama.. „ég er löngu hættur að telja!“, svo Magnús Hinrik fékk lagið „Hættu að telja, þetta er ég“! (vonandi get ég sett inn vídeó af því fljótlega).  Í skírnarveislunni sáu svo systkinin og ein frænka um að halda litla tónleika, þar sem hver spilaði eitt lag á sitt hljóðfæri.  Hálfdán Helgi og Matthías Davíð sáu um töfrabrögð, og krakkahópurinn setti svo upp leiksýningu.  Veislugestir fengu því ókeypis tónleika, leiksýningu og töfrasýningu.  Ótrúlega skemmtilegt !

Þá er blogg sem átti að verða örfáar línur um að búið væri að skíra Lilla litla orðið að allt of langri romsu, en eins og ég hef oft sagt, þá er þetta fínasta dagbók til að muna hluti, í beinni á veraldarvefnum.  Greinilegt að mín er í fæðingar“orlofi“  þar sem færslurnar hrúgast inn, allavegana svona miðað við síðustu mánuði.

Knús, knús eða kús, kús og auðvitað kveðja, Áslaug


Lífið er lotterí

- Komnar 2 vikur síðan Lilli litli fæddist.   Tvær vikur sem hafa gengið voða, voða vel.  Lilli litli sefur og Lilli litli borðar, Lilli litli pissar og Lilli litli kúkar.  Ég hef heyrt um svona börn, en aldrei átt svona barn.  Lítið ljós, sem er (enn allavegana) voða rólegur og góður.  Þrátt fyrir að allt gengur vel þá þarf maður að berjast við „innan í manni“ stressið.   Út af Matthíasi og af því engin veit hvað er, né hvað veldur, þá hefur maður sett upp röntgengleraugun á Lilla litla og bleyjurnar hans.  Hvert smáatriði grand skoðað, hlutir sem maður hefði ekki einu sinni pælt í með tvíburana en veltir sér upp úr með Lilla litla td. Lilli litli viktaður daglega, skoðað hvernig  bleyjan lítur út og smá panik ef það koma tvær í röð ... Ég veit doldið klikk, en svona verður maður.  Eftir þessar fyrstu tvær vikur, þá lítur samt allt út fyrir að vera í lagi, Lilli litli kominn vel yfir fæðingarþyngd, lítur vel út og braggast.  Á þessum tíma, tveggja vikna, var Matthías búinn að léttast um hálft kíló og hann lenti inni á spítalanum við Hringbraut í fyrsta sinn.  Óhjákvæmilega, þá er maður alltaf í samanburði.  En eins og ég sagði, allt lítur vel  út, sem er yndislegt.  Ég held það sé bæði  gott og slæmt að ég reikna ekki endilega með því lengur að í lífinu sé allt í blóma, að börnin mín, ég eða fólkið í kringum mig séu ævinlega heil heilsu og allt gangi eins og smurð vél.  En maður þakkar fyrir hvern dag sem öllum líður vel og lífið gengur sinn vanagang í hversdagsleikanum eins og lítið ævintýri.  En ef allt fer eins og áhorfir, þá getur verið að þetta sé barnið okkar sem þarf að passa að missi sig ekki í kexskúffunni. Grin

- Talandi um Matthías minn, þá er hann byrjaður að fara 3x í viku í ljós í fylgd Helgu frænku og fer svo á kaffihús á eftir.  Ég hafði á orði að hún þyrfti eiginlega að fara með hann fyrst í ræktina, svo ljós og svo á kaffihús, ekki beinlínis hefðbundin dagskrá hjá 5 ára gutta, meira svona eins og fullorðinn maður.  Ljósameðferðin er liður í að hækka D-vítamínið í líkamanum, en enn og aftur mælist hann 12 (á að vera 45 og yfir), þrátt fyrir að fá D-vítamín á hverjum degi í töfluformi.  Í haust mældist hann 26, sem styður þá kenningu að hann nýti sólarljósið yfir sumarið, enda braggast hann alltaf best þá.  Núna hins vegar hafði hann lækkað aftur, enda miður vetur sem og hafði hann misst hálft kíló.  Við höfðum minnkað næringuna í æð um einn poka (úr 4 á viku í 3) síðustu tvo mánuði, en það var greinilega ekki að ganga, svo nú er hann aftur kominn í 4 poka á viku. 

Brunnurinn sem Matthías fékk í stað leggsins virkar vel og hann rosalega ánægður (kannski skiljanlega að vera ekki með slöngu hangandi út úr bringunni), þrátt fyrir að vera stunginn með nál í hvert sinn sem á að tengja hann við næringuna og dæluna.  Verð víst að viðurkenna að ég er ekki enn farin að stinga Matthías, en Matti er orðinn algjör snillingur í þessu og gæti farið að halda námskeið í að stinga í lyfjabrunna (alls ekki á allra færi).  Ég hef sagt að ég ætli að byrja að stinga þegar Lilli væri fæddur og daginn sem hann kom heim sagði Matthías „mamma, þú stingur þá í kvöld“....ætla nú samt að fá séns örfáar vikur í viðbót.  Veit nákvæmlega hvað á að gera, en það er framkvæmdin sem er pínu erfið (stinga barnið með risa nál í húðina og hitta ofan í brunn sem er á stærð við fingurbjörg).

Ps. Lilli litli fær nafn á laugardag svo Lilli litli festist ekki endanlega á honum!Whistling

Kveðja og knús, Áslaug


Lilli litli

Lilli litli kom í heiminn að kvöldi 20 janúar, kl. 21.58, eftir 12 klst ferðalag.  Piltur var 3940 gr. sem gera nærri því 16 merkur og lengdin 52 cm.  Fyrr um daginn hafði ljósmóðir giskað á að barnið sem kæmi út væri um 3300 gr.  Nei, það var fjarri lagi,  „Lilli“ er sko enginn stubbur!

40 vikur og 4 dagar af óléttu.  Fæðing.  Brjóstagjöf.

Brjóstagjöf!  Efni sem er mér afar hugleikið þessa dagana.  Myndin af hinni fullkomnu móður er með barnið á brjósti.  Myndir og postulíns-styttur. 

Engin mynd og engin af fallegu styttunum sýna þó brjóst í yfirstærðum, svo stór og frístandandi að sérhver lýtalæknir með sílíkonpúðana  í hendi, beygir sig af lotningu.  Dolly Parton hvað? Nema það má auðvitað ekki koma við, nema... æpa af sársauka.  Geirvörtu greyin bólgin og aum, sár á annarri, nei, heldur engin mynd eða stytta til af því (ekki sérlega söluvænlegt).  Paratabs og íbúfen saman í teymi, svo illt í brjóstunum að manni finnst eiginlega eins og maður sé að verða veikur.  Hvaða konur eru þetta eiginlega sem segja að brjóstagjöf séu eitt af því yndislegasta í umönnun ungbarna.  Nei, klárlega hlýtur það að vera enn ein mýtan um konur… eins og myndir og styttur!

Gæti líka minnst á óléttu, hina blómstrandi eða ljómandi,   fallegu ófrísku konuna, með lappir eins og fíll af bjúgsöfnun, kjagandi eins önd af grindargliðnun þ.e. ef henni tekst að standa á fætur.  Já, falleg er hún ólétta konan.  Nú eða fæðingin, yndisleg! Leið eins og eftir 3 falda J.Joplin tónleika...já öskrin voru bara látin vaða, gott að nota gasgrímuna sem hljóðkút.  Nei, þetta voru hvorki hvatningar né gleði hljóð.  Nei þetta var vont!  Meira að segja... mjög svo ógeðslega vont!

Nú hljómar þetta eins og þetta sé allt saman ömurlegt.  Svo er þó ekki, því verðlaunin eru þau bestu í heimi.  Yndisleg, svo hrein og falleg, auk allra fallegu orðanna sem ég kann og meina frá dýpstu hjartarótum.   En að koma barni í heiminn er ekki eintóm sæla.  Nei, það er vinna, vinna sem við konur leggjum fúsar á okkur fyrir stóru, fínu, bestu verðlaunin...  Barnið!

Með ást í hjarta, knús í krús og kveðju, mamma


Langa vitleysa

Brrrrr sá snjóinn lemja gluggana svo varla sást út, en það er bara sætt og kemur á hárréttum tíma, einmitt þegar maður er að setja upp jólin. Jólaljós og jólaskraut, jólapakkar, jólakort, jólaföt, jóla, jóla, jóla. Fyrsti sunnudagur í aðventu og aðventukransinn í tómu rugli (að vanda), nei myndi nú aldrei reyna að telja þér trú um að ég sé svona föndrari og dúllari í eðli mínu. Kertin þó komin á sinn stað og hægt að kveikja á einu kerti í dag, tilgangnum náð, þó skreytingakonur landsins myndu grýta mig með steinum ef þær sæju hörmungina sem ég býð upp á á mínu heimili. 1,2,3,4,5,6 línur um jól? Þessi færsla átti sko sannarlega ekki að snúast um jól, en svona gerist stundum þegar puttarnir og heilinn samræmast ekki.

Dóttirin, hún Hjördís Anna búin að vera í þjálfunarbúðum alla helgina. Hún er að þjálfa snú, snú og sipp! Það má nú segja að stubbarnir séu nú heppin að eiga þessi stóru systkini (stóru börnin hans Matta) og mjög svo heppilegt að þau séu í sama skóla. Æðislegt að hafa einhvern til að passa upp á mann í skólanum. Guðrún Thelma ásamt vinkonu var á rölti í frímínútum, þar sem hún heyrir til stelpna í 1. Bekk, sem segja „Hjördís Anna, þú átt að vera staur“ (í snú, snú, þá stendur staurinn og snýr bandinu allan tímann). Stóra systirinn varð nú heldur betur ekki kát við að heyra þetta og skammar stelpurnar og segir „hún á ekkert að vera staur allan tíman, hún má alveg hoppa líka“! Stelpurnar sem auðvitað bera mikla virðingu fyrir svona eldri nemanda (5. Bekk), segja lúpulegar „já en hún kann ekki að hoppa“ og Hjördís Anna tekur undir Það, að henni finnist allt í lagi að vera staur, því hún kunni ekki að hoppa. Stóra systirin sem finnst þeirri litlu samt sem áður heldur betur misboðið segir hneyksluð „já, en ef hún fær aldrei að hoppa, þá lærir hún það aldrei“ ! Þannig að þessa helgina hefur Hjördís Anna lært að hoppa, bæði með sippubandi og snú, snú bandi, hvort sem henni líkaði betur eða verr. Nú hoppar hún um húsið, skælbrosandi með sippuband. Já, gott að eiga stóra systur sem passar upp á mann og kennir manni að hoppa.

Það eru miklar pælingar á heimilinu um það hvernig litlu börnin koma í heiminn. Þrieykið flettir stundum bók um meðgöngu, þar sem á einni blaðsíðunni er mynd af konu og barnið að koma út. Þetta er eiginlega uppáhaldsmyndin og í hvert skipti sem blaðsíðan opnast, þá segja þau í kór „OJJJ“ og svipurinn lýsir miklum viðbjóði. Það er auðvitað búið að ræða svolítið hvernig þetta var þegar þau komu sjálf í heiminn. Um daginn sögðu tvíburarnir ákaflega hreykin „ við komum út um magann“ (sem sagt með keisaraskurði sem þykir greinilega mun fínna í þeirra heimi), Matthías tekur undir og segir, „ég kom líka út um magann“ (með vonarneista í augunum, þó hann vissi betur). Tvíburarnir, sem voru alveg til í að láta litla bróðirinn finna fyrir smá skömm segja þá í kór „ Nei! Matthías! Þú komst út um „pjölluna“(eins og þau segja)“ og sami vandlætingarsvipurinn sem settur er upp í hvert sinn sem þau opna blaðsíðuna í bókinni lét sko ekki standa á sér. Aumingja Matthías, þagði bara, þvílík skömm að vera eins og krakkinn í bókinni. Foreldrarnir sem hlustað höfðu á þessar áhugaverðu samræður, þurftu nú að útskíra fyrir þríeykinu að langflest börn fæddust á þennan sama hátt og Matthías hafði gert og að öllum líkindum myndi litla barnið okkar líka koma þessa sömu leið líka. Keisarinn og keisarynjan telja sig nú samt pínulítið yfir þetta hafin, þau komu jú í gegnum magann, en lögðu ekki á sig þetta „ógeðslega“ferðalag í gegnum „pjölluna“, OJJJ, ojj,ojj“.

Annars bara jólaskapið komið, fórum fjölskyldan að vera viðstödd þegar kveikt var á jólatrénu í bænum og mikil spenna að hitta jólasveinana, þá fyrstu á þessu ári. Vinkona mín hafði ætlað með en þurfti að hætta við þar sem eldri sonur hennar harðneitaði að fara eftir að hann komst að því að það ætti að kveikja á jólatrénu en ekki í því , eins og móðirin hafði gefið til kynna í upphafi (sem hefði auðvitað verið mun meira spennandi, og þessi mamma hér hló).

Knús í krús og kveðja, Áslaug


Í vinnunni

Víst að kjella hefur ákveðið að láta kræla á sér, er jafn gott að halda sér við efnið og segja frá einhverju skemmtilegu. Mér finnst alltaf gaman í vinnunni, finnst reyndar oft að ég sé ekki í neinni vinnu heldur mæti bara mér til skemmtunnar og fæ laun fyrir. Kannski ekki annað hægt þegar stórkostlegasta fólk í heimi, börn á öllum aldri, eru samferðarfólk yfir daginn. Haustin eru sér í lagi skemmtileg, þegar allir 6 ára stubbarnir mæta til leiks. Gjörsamlega græn og grandalaus, hef reyndar sjaldan fylgst jafn vel með 6 ára fólkinu eins og þetta haustið, þar sem mín eigin 6 ára kríli voru að byrja í skólanum. Já, ég held að það megi segi að þessar elskur vita ekki hvað snýr upp eða niður á skólanum, sum verða pínu óörugg á meðan önnur tvíeflast við hið nýgefna frelsi að vera hleypt út fyrir girðinguna á leikskólanum.

Sagan er af þremur 6 ára stubbum sem voru hinir kátustu að vera utan girðingar, og spændu upp gangana í skólanum. Gangaverðirnir, sem reyndar tala afar litla íslensku sem gerir þeim erfitt um vik að skammast í 6 ára pottormunum, hlaupa á eftir stubbunum, sem snarir í snúningum stinga sér hér og þar, undir og yfir. Á endanum nást þó óþekktarangarnir og eru leiddir tregir í taumi inn til deildarstjóra. Deildarstjórinn spjallar á rólegu nótunum við piltana og þau ræða saman um að ekki sé nóg að hlýða bara kennurunum heldur líka öðru starfsfólki td. gangavörðunum. Þeir jánka þessu og komast að þeirri niðurstöðu að þeir skuldi líklegast einhverjum afsökunarbeiðni. Til að vera alveg viss, þá spyr deildarstjórinn ormana, hverja þeir eigi að biðja afsökunar og þeir svara alveg handvissir um svarið: “Nú, fangaverðina, auðvitað“! Gangaverðir-fangaverðir, þegar maður er 6 ára!

...6 ára krílin vita líka að ef maður þarf nauðsynlega að fá að hringja heim, þá verður maður að fara til „riddarans“ (ritarans).
Íslenskir grunnskólar með fangavörðum og riddurum getur vart verið meira spennandi.

Kveðja og knús, Áslaug


Og kellingin rausaði...

Eftir nokkurra mánaða þögn, skal talað.
Spítalaferðir skulu skrásettar fyrir fólk eins og mig sem ekkert muna. Einhverjum fyndist ég kannski geta hripað þetta niður í þar til gerða bók, en sökum skipulagsleysis mun hún týnast, eins og þúsundir af bókum sem ég hef keypt til að skrifa í eitthvað sem mér finnst merkilegt. En hvað um það? Hvað gerðist núna?

Það hafði verið ráðgert að skipta um legg, sökum þess að „köffið“ sem festir legginn, var komið hálft út um gatið, sem og vall úr gatinu blóðlituðum vökva. Þetta var á föstudegi og á miðvikudegi var ráðgert að Matthías fengi nýjan legg. Á þriðjudegi eftir hádegið fær Helga systir sterka tilfinningu um að sækja Matthías, en miðvikudagar eru venjulega þeirra dagar. Hún sækir hann í leikskólann og prinsinn fær bað að vanda. Helga sér að Matthías er ansi rauður yfir bringuna og bjallar í doksann. Þau ákveða að ráðlegast sé að kíkja á þetta, Helga hringir í mömmuna sem hittir þau niður á spítala. Þegar þangað er komið, þá er bringan orðin enn rauðari og klárlega svæsin húðsýking á ferðinni, sem jafnvel getur verið komin í legginn og út í blóð. Á innan við klukkutíma er búið að greina húðsýkinguna, teknar blóðprufur, gefa sýklalyf í æð, skurðlæknirinn kallaður til, sem tekur legginn (án nokkurrar deyfingar, enda orðinn laus, en þetta er venjuleg gert í aðgerð) og upp vellur ógeðslegur gröftur, sem ég skrifa og segi að við hefðum ekki viljað fá út í hjarta (púff), leggurinn settur í ræktun og sett upp nál í hendina hjá Matthíasi . Ferlið get ég alveg sagt að hefði venjulega tekið MARGA klukkutímana en þarna var sko ör-þjónusta í gangi. Matthías var svo lagður inn og fékk vikumeðferð af sýklalyfjum í æð.

Matthías var hinn montnasti að vera legglaus og lyfti óspart upp bolnum til að sýna bringuna legglausa. Átti meira að segja nokkra „legg“djóka. Hjúkrunarkonan kemur til að gefa sýklalyf í nálina og Matthías segir: „Afhverju notarðu ekki bara legginn,...DJÓK“!, þetta fannst auðvitað viðstöddum óstjórnlega fyndið. Legglaus þurfti Matthías að vera í fjóra daga til að ná húðsýkingunni, áður en nýr yrði settur. Að vel ígrunduðu máli var svo ákveðið að setja ekki nýjan legg, þar sem sá leggur hefði verið númer 9 eða 10 og þeir virðast tolla frekar illa. Í staðinn var ákveðið að setja lyfjabrunn, sem staðsettur er undir húðinni. Ókosturinn er að nú þarf að stinga hann annan hvorn dag til að tengja við næringuna í æð, en kosturinn að þetta er ekki utan á liggjandi og getur hann því farið í sund, sem og að hann má hreyfa sig meira og hann þarf kannski ekki eins stöðuga gæslu yfir daginn, þó svo maður sleppi honum nú ekkert langt úr augnsýn. Varðandi sýkingarhættu og það að brunnurinn stíflist verður bara að koma í ljós. Þetta er auðvitað pínu skerí fyrir foreldrana, sem voru liggur við farin að tengja og aftengja legginn sofandi, en nú þurfa þau að læra nýtt, að stinga barnið í brunninn, en lærist vonandi fljótt.

En tökum nú upp léttar hjal..

Það er auðvitað spurning hvort maður eigi að varpa sinnuleysi sínu og heimsku á alnetinu. Elskan hún ég sem getur verið svo ómeðvituð um umhverfi sitt annað fólk og hluti, sat með bóndanum í bílnum sem fáraðist yfir því hvort ég hefði engan áhuga á að vita hvar maður stillti hitann á sætunum, hvort ég ætlaði frekar að brenna á rassinum heldur en að veita því eftirtekt sem hann hafði að segja. Ég tjáði þá hvöss í rómi þessum kalli sem ætlaði að segja mér allt um hitastýringar á sætum að ég hefði nú meiri áhuga á að vita hvar takkinn væri til að kveikja á afturrúðuþurrkunni, sem ég hefði notabene verið búin að leyta að í marga mánuði. „Marga mánuði, já“, sagði Matti, „Afturrúðuþurrkunni“. Já!, svarði hormónasprengjan, ég, hvöss! „Kíktu aðeins á afturrúðuna, sérðu einhverja afturrúðuþurrku“?, segir Matti. Nei, mín sá enga afturrúðuþurrku, enda engin afturrúðuþurrka þar og hafði aldrei verið. „En við áttum einu sinni bíl, með afturrúðuþurrku, er það ekki“ ? sagði mín þá.

Man eftir því um tvítugt að ég og nokkrir vinir áttum umræðu um graflax og hvað hann væri óstjórnlega góður. Veltum fyrir okkur hvort maður gæti ekki útbúið graflax sjálfur, þar sem maður átti nú ekki svaka mikinn pening fyrir slíku góðgæti. Og Áslaug lætur þau afskaplega gáfulegu og vel ígrunduðu orð falla „getur maður ekki bara farið með lax út í garð og grafið hann niður“?

Ps. Er ólétt og á að eiga í janúar

Kveðja, Áslaug


..júní, júlí og svo

Góðan og blessaðan, á fögrum sumardegi í júlí. Höfum afrekað ýmislegt famelían, en andinn ekkert gert vart við sig og ég ekki fundið mig knúna til að láta vita af ferðum mínum. Í byrjun júní fórum við mæðgurnar til kóngsins Köben, til Önnu systur. Nýttum okkur ökutækið hennar og keyrðum ásamt henni , mömmu og pabba, alla leið til Skövde í Svíþjóð og mættum þar í fermingarveislu og dvöldum í góðu yfirlæti hjá Gumma bróður og fjölskyldu. Afrekaði meira að segja að halda uppi kirkjusöng og píanóglamri á sænskri grundu. Þetta var skemmtilegt!

17. júní kom sterkur inn með helíumblöðrum, fánum og almennu sykuráti. Hef þó ákveðið að helíumblöðrur verði keyptar EFTIR skrúðgönguna næst, þar sem mamman endaði með fangið fullt af blöðrum, rotandi mann og annan og nærri köfnuð í öllu helíuminu... eða svona þannig. Hitti kunningjakonu sem ég hef ekki séð í mörg ár og hún vappaði um með tvo unga nýskriðna úr egginu, annar þó eldri en hinn. Kunningjakonan sagði að þar sem hún væri svo seint á ferð með barneignirnar, þá kæmu þau bara í röð með stuttu millibili. Í þessum geira tel ég mig auðvitað vera í S-inu mínu og nokkuð sjóaða með 3 börn á 18 mánuðum, og deildi reynslunni að þau væru næstum eins og þríburar, þar sem svo stutt væri á milli. Kvöddumst með virtum enda staldrar maður stutt með samanlagt 5 börn á kantinum. Gellur nú í Matthíasi, sem hafði augljóslega fylgst vel með umræðunum „mamma! Ég er ekki þríburi! Ég er einburi!“. Mamman hló doldið og hugsaði með sér að það vanti nú allavegana ekkert í hausinn á prinsinum, vissi ekki að orðið “einburi“ væri á orðalistanum þegar maður er 4 og hálfs árs.

Tókum Austfirðina með trompi í byrjun júlí. Hófum reisuna á Stöðvarfirði, þar sem við dvöldum í 3 daga. Gerðum út og prófuðum róluvelli í hverju plássi. Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður og Neskaupsstaður (lærði loksins röðina á fjörðunum – svona sér maður hvað vettvangsnám hefur fram yfir bóknám). Könnuðum Breiðdalsvík og Djúpuvík í hina áttina. Héldum svo til Egilstaða, þar sem við dvöldum í 5 daga og vettvangsnámið hélt áfram, Borgarfjörður eystri, Vopnafjörður og Seyðisfjörður. Ferðin gekk vonum framar miðað við langar ökuferðir, verður þó að segjast að undir lokin lá við smá upplausn í hópnum og foreldrarnir afskaplega fegnir að pota ungunum inn í ramman sinn, heima í Kópavoginum. Þess má geta að við keyrðum suðurleiðina með mörgum stoppum á leiðinni í ferðalagið og tók ferðin um nærri 10-11 klst. Á bakaleið var sett í rallýgírinn að kvöldlagi og norðurleiðin keyrð á 8 tímum með örfáum stoppum, enda flestir í fasta svefni í bílnum. Nú spyr ég þá sem betur til þekkja, hvor leiðin er styttri frá Reykjavík, suður- eða norðurleið?

Annars bara allir í miklu stuði, mánuður þangað til að ég á tvö skólabörn, tvíburarnir að byrja í 6 ára bekk og mikil spenna, sem segir mér að ég á sjálf innan við mánuð eftir af sumarfríi. Veðrið hefur ekki beint lent í kvörtunardeildinni. Matthías fylgist þó spenntur með veðrinu í sjónvarpinu og tilkynnir orð sem hann grípur héðan og þaðan í veðurfréttunum... „veðurfræðingurinn sagði að það ætti að vera rigning“ „hann hefur greinilega bara eitthvað ruglast““ég ruglast aldrei þegar ég er veðurfræðingur í leikskólanum“...Nei alveg spurning um hvort Matthías ætti að taka að sér veðurfréttirnar, að hans sögn yrði hann allavegana ekki jafn mikið í ruglinu.

Knús og kveðja, þar til næst, þín Áslaug


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband